Að rúnna tölur af er gert einfalt í Excel með föllunum Round(), Roundup() og Rounddown().
Til að finna út númer hvað lína reits er er einfalt að skrifa =ROW() í viðkomandi reit og skilar það númer línunnar. Dæmi: ef =ROW() er skrifað í reit B25 er útkoman 25.
En hvað er skrifað til að finna hvaða stafur er á dálki reits?
Þegar línurit eru gerð úr töflum sem sækja niðurstöður sínar í aðrar töflur með formúlum, birtast oft núllin í línuritunum, óumbeðin.
Hér eru þrjár einfaldar aðferðir til að losa sig við birtingu núllanna í línuritunum.
Continue reading »
Margir Excel notendur nota F2 hnappinn mikið við að breyta innihaldi reita. Það getur tafið fyrir mikilli vinnslu að reka sig reglulega í F1 hnappinn, en þegar hann er notaður opnast nýr hjálpargluggi yfir vinnslugluggann og allt stoppar.
Það er hægt að aftengja F1 gluggann með örlitlum kóða.
Nýlega fékk síðan fyrirspurn hvort Excel geti lagt saman annan hvern reit í rangri runu talna eða töflu. Excel býður ekki upp á neina formúlu sérstaklega fyrir þessa aðgerð en þetta er samt hægt, með því að blanda saman nokkrum formúlum.
Continue reading »
Eitt af því sem ég hef aldrei skilið við upphaflega uppsetningu á Excel forritinu er fjöldi sheet-a sem opnast í nýju Excel skjali. Þegar þú býrð til nýtt skjal í Excel eru alltaf þrjú sheet opin. Í lang flestum tilvika er aðeins eitt sheet notað og ef þörf er á fleirum er þeim einfaldlega bætt við.
Þetta veldur því að fólk með vott af fullkomnunaráráttu þarf að eyða sheet2 og sheet3, sem er tímaeyðsla.
Continue reading »
Þetta vandamál á sennilega við um Windows í heild sinni og þar sem Excel er risastór hluti af því þá læt ég þetta ráð flakka hér.
Continue reading »
Þegar fylla á í töflur með t.d. formúlum, er lítið mál að draga selluna niður (eða til hliðar, ef það á við), til að fjölfalda innihald hennar. Það er gert með því að smella á litla svarta punktinn niðri í hægra horni valdrar sellu, halda hnappinum niðri og draga selluna í þá átt sem við á (sjá mynd).
Continue reading »
Það getur verið erfitt að venjast Excel 2007 og 2010 eftir að hafa notað Excel 2003 og eldri útgáfur í mörg ár. Excel 2007 gjörbreytti allri uppsetningu á skipunum og flýtihnöppum. Það er þó hægt að auðvelda sér uppfærsluna með smá viðbót.
Continue reading »
Oftar en einu sinni hef ég lent í vandræðum með að skrifa formúlur í skjöl sem ég fæ send. Þá birtist formúlan yfirleitt óútreiknuð í sellunni, þrátt fyrir að ég ýti á enter. Þetta er í raun ekkert vandamál. Þarfnast bara smá lagfæringar á sniðmáti.
Continue reading »