Jun 012011
 

Þegar fylla á í töflur með t.d. formúlum, er lítið mál að draga selluna niður (eða til hliðar, ef það á við), til að fjölfalda innihald hennar. Það er gert með því að smella á litla svarta punktinn niðri í hægra horni valdrar sellu, halda hnappinum niðri og draga selluna í þá átt sem við á (sjá mynd).

Ef um tölu er að ræða þá hækkar Excel hana um einn á hverja sellu sem færð er niður eða til hliðar. Til að alltaf færist sama tala er gott að halda inni CTRL hnappinum þegar þetta er framkvæmt.

En hvað ef um er að ræða risavaxna töflu sem þreytandi getur verið að fjölfalda sellur með því að draga niður? Svarið er einfalt.

Í stað þess að ýta á svarta punktinn niðri í hægra horni valdrar sellu, einfaldlega tvísmellið á hann. Að því gefnu að sellurnar á vinstri eða hægri hönd séu allar útfylltar, þá fyllast sellurnar út að mörkum töflunnar, sama hversu löng hún er.

Þetta getur flýtt gríðarlega fyrir ef unnið er með risavaxnar töflur.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.