Síðunni barst fyrirspurn þess efnis hvort að Excel.is gæti aðstoðað við að bera saman þá lánamöguleika sem stóðu viðkomandi til boða við fjármögnun á húsnæði með tilliti til þess sem þyrfti að greiða af láninu. Annars vegar stóð til boða verðtryggt lán á föstum vöxtum og hins vegar óverðtryggt lán á föstum vöxtum. Continue reading »
Af lagernum.
Einfaldur Excel lánareiknir þar sem hægt er að skoða greiðsluflæði miðað við jafnar afborganir eða jafnar greiðslur (annuitet). Afborgunum, vöxtum og höfuðstól er stillt upp yfir tímabil á grafi.
Nytsamlegur að því leyti að hægt er að lengja tímabilið á milli greiðslna, sem flestir bankaheimasíðureiknar leyfa ekki. Bláu reitirnir eru til að slá gildi í.
Uppfært: Lánareiknir með möguleika á að greiða umfram á gjalddaga.
Uppfært 2: Lánareiknir með möguleika á að aðlaga höfuðstól að greiðslugetu. Virkja þarf macros svo takkinn virki. Stuðst er við goal seek og aðlagaður höfuðstóll fundinn út frá innstimpluðu gildi greiðslugetu (reitur “C17”) og fyrstu greiðslu sem greidd er (ein lína af VBA notuð til að geta notað svona líka fancy takka).