May 122016
 

Það er vinsælt í Excel skjölum með háum tölum að birta þær í þúsundum, milljónum eða jafnvel stærri einingum. Þannig væru til dæmis 100 milljónir skráðar sem 100 í töflum eða gröfum til að spara pláss og minnka flækjustig skjalsins.

Vanalega er deilt með þeirri einingu sem viðkomandi vill hafa töluna í, t.d. að deila með milljón til að fá út 100 í dæminu fyrir ofan. Önnur leið og betri er að breyta sniðmáti tölunnar.

Continue reading »

Apr 182011
 

Fyrsta fyrirspurn síðunnar barst fyrr í dag. Hún var eftirfarandi:

„Ég er að skrá íslenskar kennitölur og vil láta þær birtast þannig að það sé núll fremst ef fæðingardagurinn er minni en 10. Svo vil ég hafa strik á milli fæðingardagsins og síðustu fjögurra tölustafanna“

Þetta er nokkuð auðvelt að gera:

1. Velið þær cellur sem eiga að innihalda kennitölur. T.d. A column.
2. Hægrismellið og veljið format cells (eða veljið ctrl+1).
3. Undir number, farið í custom.
4. Skráið eftirfarandi í type: „0#####-####“. Sjá mynd 1.
5. Veljið OK.

Mynd 1

Mynd 1

Nú birtir Excel núll fremst þegar aðeins er um níu stafa kennitölu er að ræða og strik á milli fyrstu sex tölustafanna og næstu fjögurra.

Nú er bara að vona að google leitarvélin hendi inn fólki sem googlar “sex” en uppgötvar þess í stað töfraheima Excel.