Jun 112011
 

Líklega er óhætt að segja að Excel er tölulegt forrit að upplagi, þ.e. mikill hluti af Excel vinnu fer í það að vinna með tölur og tölulegar niðurstöður í því töfraumhverfi sem Excel er. Flestir kannast við aðgerðir eins og að leggja saman tvo reiti og fá niðurstöðu samlagningarinnar í reitinn sem unnið er með. Ekki er víst að allir kannist við að bæta texta inn á milli talnanna eða „leggja saman“ reiti sem innihalda texta. Continue reading »