Jun 112011
 

Líklega er óhætt að segja að Excel er tölulegt forrit að upplagi, þ.e. mikill hluti af Excel vinnu fer í það að vinna með tölur og tölulegar niðurstöður í því töfraumhverfi sem Excel er. Flestir kannast við aðgerðir eins og að leggja saman tvo reiti og fá niðurstöðu samlagningarinnar í reitinn sem unnið er með. Ekki er víst að allir kannist við að bæta texta inn á milli talnanna eða „leggja saman“ reiti sem innihalda texta.

Töfratáknið í þessu samhengi er táknið „&“. Þetta tákn er notað til þess að tengja saman reiti (texta-/talnareiti) við texta . Táknið & er notað ásamt gæsalöppum (til þess að harðkóða texta eða búa til bil milli reita). Þetta gefur notanda t.d. möguleikann á að hafa setningar með breytilegum tölugildum eða setja saman setningar eftir ákveðnum forsendum.

Best er að setja upp dæmi til þess að útskýra notkun. Stillum upp samlagningardæmi þar sem lagðar eru saman tvær tölur A og B.

Fyrst stillum við upp forminu (stimplað er inn í bláu reitina en reitirnir lagðir saman í rauða).

 

Mynd 1

Þegar unnið er eftir þessari forskrift þarf að byrja vinna í reitnum með því að nota „=“ merkið eins þegar tvær tölur eru lagðar saman. Fyrst er texti settur í gæsalappir (bil haft á eftir texta innan gæsalappa til að setning standi vel), þá er reitum bætt inn á milli gæsalappa eins og þörf krefur og að síðustu er reit bætt við enda línu en þá þarf ekki að setja & á eftir. Þá ætti eftirfarandi að standa í reitnum.

 

Mynd 2

Takið eftir að sé gildum í reitum sem sótt er í breytt mun reiturinn sem unnið er með breytast í samræmi.

Næst er öðru sams konar dæmi stillt upp nema þar eru talnagildin sótt.

 

Mynd 3

 

Þá ætti eftirfarandi að standa í reitnum og gildin í honum að breytast í samræmi við innslegnu talnagildin.

 

Mynd 4

 

 

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.