Davíð Jens Guðlaugsson
Davíð lærði undirstöðuatriðin snemma en það var ekki fyrr en hann hóf störf í fjármálageiranum árið 2007 að alvöru fór að gæta í sambandi hans og Microsoft Excel. Öfugt við árið 2007, þegar allt og allir voru á toppnum, hefur sambandið ekki enn náð hámarki enda net Excel ansi víðfemt.
Davíð hefur gaman af því að setjast fyrir framan tölvuskjá, leiftrandi af reitalaga birtu, með hreinan Excel striga og áhugavert verkefni til úrlausnar.
Áhugaverð atriði af sambandi Davíðs og Excel:
- Uppáhaldsföll Davíðs eru VLookup() og IF().
- Mest notaða fall Davíðs er Sum().
- Uppáhalds handbendilsaðgerð Davíðs er tvísmelling á “Format Painter” en þar rétt á eftir kemur “Goal Seek”.
- Uppáhalds lyklaborðsaðgerð er án efa “F4”, ekkert sem kemst nálægt þeirri aðgerð.
- Davíð hafði haft kynni af Excel áður en sambandið hófst fyrir alvöru en þá helst í gegnum uppsetningu Microsoft Office í starfi sínu sem kerfisstjóri.
- Þó reitalaga birtan sé heillandi í augum Davíðs þá er það yfirleitt fyrsta verk Davíðs, í hverju Excel skjali, að fjarlægja grid af vinnuflipa sem unnið er með.
- Davíð vinnur ennþá á Excel 2007, stefnir þó á uppfærslu.
- Hjá Davíð er grunnstilling á nýju Excel skjali tveir flipar til úrvinnslu, leturstærð 10 á öllum reitum og Arial font.
- Excel líf Davíðs gjörbreyttist þegar hann áttaði sig á því að “+” og “=” eru jafngild þegar opna þarf formúlur eða leggja saman tölur í reitum, því þá er hægt að nota talnaborðið jöfnum höndum.
_________________
Finnur Torfi Gunnarsson
Finnur hefur notað Excel frá því hann hóf störf á skattstofu árið 2001. Tveimur árum síðar fór hann að læra viðskiptafræði og jókst þá notkunin umtalsvert. Það var svo ekki fyrr en að námi loknu, eftir að hann hóf störf hjá 365 að notkunin á Excel náði hámarki, þar sem hann notar Excel daglega í minnst átta tíma á dag.
Ef Finnur er ekki að vinna í Excel er hann líklega að leika sér í Excel, reynandi að finna lausnir á lífsins spurningum með hjálp formúla á borð við vlookup, index og sumifs.
Annað:
- Í skjölum Finns er sjaldnast að finna Macro föll, þar sem erfitt getur reynst að kenna fólki að notast við þau án hryllilegra afleiðinga.
- Finnur sérhæfir sig í sjálfvirkum skjölum sem einfalt er að uppfæra, breyta og bæta.
- Uppáhaldsfallið er indirect og uppáhalds hnappar eru F2 og F4.
- Simulations (ísl.: hermun) í Excel skjölum er í uppáhaldi hjá Finni.
- Hjá Finni er grunnstillingin á nýju Excel skjali einn flipi til úrvinnslu, leturstærð 8 á öllum reitum og Calibri letur.
- Finnur notar macro sem keyrist í hvert sinn þegar hann opnar Excel. Macroinn breytir ctrl+z í paste-special-values, í stað undo.
Sælir,
eigi tid cash flow skjal ? tar sem hægt er ad sjá hversu mikid cash flow madur tarf fra manudi til manadar?
Regards
OLi
Sæll
Þú getur athugað skjalið sem fylgir þessari færslu, https://excel.is/2011/04/heimilisbokhald/
kv.
Skemmtileg síða hjá ykkur. Ég er einnig mikill áhugamaður um Excel og gaman að sjá að ég er ekki eini furðufuglinn á íslandi sem nýtur þess 🙂
Látið vita ef þið eruð að drukna í verkefnum, er sjálflærður fyrir utan grunn excel námskeiðin í viðskiptafræði við HÍ. Hef eins og Finnur gaman að því að því að koma skjölum frá mér án VBA en að sjálfsögðu eru flottustu vinnubækurnar með VBA.
Vildi bara láta vita af mér ef svo skemmtilega vildi til að það nýtist ykkur eða öðrum.
Sæll Karl Axel
Kærar þakkir fyrir boðið. Við höfum það í huga.
Þér er að sjálfsögðu velkomið að senda inn gestapistil á excel@excel.is um eitthvað áhugavert í Excel.
Kv.
Finnur
excel.is
Ég varð algerlega grænhærður þegar ég var að taka saman Visa færslurnar og excel breytti punktunum íslensku á milli þús, í kommur. -en ekki alltaf !
Fann ekki út úr því að breyta þessu í custom numbers. Allir aðrir vita þetta örugglega, fann engin svör í yfirlitiun.
baldur tumi baldursson
Sæll Baldur Tumi
Tölvan sem þú opnaðir yfirlitið í er líklega stillt á ameríska kerfið, þeas ekki þúsundarpunktar heldur þúsundarkommur og öfugt, punktar í stað komma þegar kemur að aukastöfum.
Prófaðu að fara í FILE -> OPTIONS -> ADVANCED og breyta “Decimal separator” úr . í , og “Thousands separator” úr , í . og opna svo yfirlitið aftur.
Láttu vita ef þetta virkar ekki. Þér er líka velkomið að senda skjalið á excel@excel.is ef þú vilt frekari hjálp.