May 262011
 

Oftar en einu sinni hef ég lent í vandræðum með að skrifa formúlur í skjöl sem ég fæ send. Þá birtist formúlan yfirleitt óútreiknuð í sellunni, þrátt fyrir að ég ýti á enter. Þetta er í raun ekkert vandamál. Þarfnast bara smá lagfæringar á sniðmáti.

Lausnin felst í því að hægrismella á selluna og velja Number dálkinn. Þar er nokkuð örugglega Text valið í Category. Best er að velja General, eða það sniðmát sem við á (t.d. Date eða Number) og OK. Því næst er sellan valin aftur, ýtt á F2 og svo Enter. Þá ætti formúlan að vera komin í lag og í völdu sniðmáti.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.