May 122016
 

Það er vinsælt í Excel skjölum með háum tölum að birta þær í þúsundum, milljónum eða jafnvel stærri einingum. Þannig væru til dæmis 100 milljónir skráðar sem 100 í töflum eða gröfum til að spara pláss og minnka flækjustig skjalsins.

Vanalega er deilt með þeirri einingu sem viðkomandi vill hafa töluna í, t.d. að deila með milljón til að fá út 100 í dæminu fyrir ofan. Önnur leið og betri er að breyta sniðmáti tölunnar.

Það er gert með því að hægri smella á viðeigandi tölu og velja “Format Cells” (eða ýta á CTRL+1) og velja Number og Custom. Ef þú vilt hafa töluna í þúsundum þá gerirðu einn punkt á eftir tölunni (t.d. “#.##0.” (án gæsalappa). Fyrir hverja þrjá tölustafi sem þú vilt taka aftan af bætirðu við einum punkti. Sjá skjáskot:

 

Sniðmát 120516

 

Með þessu móti skynjar Excel töluna enn í öllu sínu veldi, í stað þess að skapa rugling þegar 100 milljónir eru lagðar saman við tölu sem deilt hefur verið í með þúsund, milljón eða stærri tölu. Þannig myndu reitir með svona sniðmáti sýna 100.000.000 (reitur án sniðmáts) + 100 (reitur með sniðmáti) = 200 (reitur með sniðmáti), í stað þess að skila niðurstöðunni 100.000.100.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.