Nov 162016
 

Replace() fallið er notað til þess að skipta út hluta af texta í reit.

Sé t.d. unnið með bankareikningsnúmer á textaformi í excel og númerið er með punktum á milli banka, höfuðbókar og reikningsnúmers.

0123.45.678910

Markmiðið væri að breyta þessum texta í tölugildi með replace() og value(). Vinnuskjalið fylgir með hér neðst.

Inn í Replace() fallið er

  • fyrst tekinn reiturinn með gamla textanum
  • næst valið, með því að skrifa tölustaf, hvar á að byrja í gamla textanum að skipta út (byrjunarstaður útskiptingar)
  • því næst er valið, með því að skrifa tölustaf, hversu marga stafi á að skipta um frá byrjunarstað útskiptingar.
  • að lokum er sett hvað á að koma í staðinn fyrir þá stafi sem skipt er út.

replace-1

 

 

Af því að textinn sem unnið er með í þessu dæmi er með tveimur punktum verður að nota replace() fallið tvisvar. Fyrst er fyrri punktinum skipt út fyrir tómt gildi með replace() og síðan er útkoman úr þeirri umferð notuð sem gamall texti í annað replace() fall. Því næst er value() fallið látið fanga niðurstöðuna og búa til tölugildi.

Hægt er að gera þetta í skrefum eða í einni aðgerð.

replace-2

 

 

 

Til þess að snyrta niðurstöðuna til er reiturinn sniðinn þannig 0# birtist fyrir framan og að bandstrik birtist á milli banka, höfuðbókar og reikningsnúmers.

replace-3

 

 

 

 

 

 

 

 

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.