Oct 242011
 

Þegar línurit eru gerð úr töflum sem sækja niðurstöður sínar í aðrar töflur með formúlum, birtast oft núllin í línuritunum, óumbeðin.

Hér eru þrjár einfaldar aðferðir til að losa sig við birtingu núllanna í línuritunum.

Óásættanlegt

1. Vinna töfluna í höndunum.
Augljósasta lausnin er einfaldlega að þurrka út núllin og fylla svo í þær sellur þegar þær ættu ekki lengur að vera núll með viðkomandi formúlum. Þetta er ekki mjög þægileg lausn þar sem hún krefst vakandi auga yfir gögnunum.

2. Fela þann hluta töflunnar sem ekki er í notkun.
Ef taflan er einföld og sýnir t.d. sölur í mánuði er hægt að fela þann hluta töflunnar sem skekkir línuritið. Þetta er gert með því að smella á röðina eða dálkinn sem um ræðir, hægri smella og velja hide. Öll gröf eru sjálfvirkt stillt þannig að falin gögn sjást ekki. Passið samt að fela ekki svæði sem grafið er á, nema þú viljir minnka það eitthvað.

Þessi aðferð er ekki heldur sérstaklega þægileg þar sem fylgjast þarf með gögnunum og af-fela raðir og dálka þegar við á.

3. Notast við NA() fallið.
Það er aðeins þrennt sem fær Excel til að birta ekkert í línuritum, í stað núll. Tóm sella er það fyrsta (sjá atriði 1). Falin sella er annað (sjá atriði 2). Það þriðja er #N/A villan.

Við stillum því töfluna þannig að ef núll á að birtast þá birtist #N/A villan í staðin. Þetta má gera á ýmsan hátt. Einfaldasta leiðin er t.d. =IF(A1=0;NA();A1). NA() fallið er til þess gert að birta #N/A villuna.

Eina vandamálið er að taflan lítur þá nokkuð illa út, með talsvert af #N/A í stað talna. Það er til einfalt ráð við því: Conditional formatting (Ísl.: skilyrt snið). Þú velur alla tölurununa, býrð til nýja skilyrta sniðreglu (Í Excel 2007 og nýrra: Home → Conditional formatting → New Rule → Use formula to determine which cells to format).

Þar skráirðu eftirfarandi: =iferror(B2). ATH. ýta þarf tvisvar á F4 til að fjarlægja festur ($).

Því næst ferðu í format og velur að letrið verði hvítt. Svo OK og aftur OK.

Þá á að myndast eyða þar sem #N/A birtist. Villan er samt til staðar, bara skráð í hvítru letri á hvítum bakgrunni.

Ásættanlegt

Svo eru auðvitað til flóknari leiðir en það er efni í aðrar og stærri greinar.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.