Jul 132015
 

Að rúnna tölur af er gert einfalt í Excel með föllunum Round(), Roundup() og Rounddown().

=ROUND([tala sem um ræðir];[fjöldi aukastafa])

Round() rúnnar tölur að heilum tug, hundruði, þúsundum (og svo framvegis) eða fjölda aukastafa.

Fjöldi aukastafa telur frá kommu tölunnar. Ef þú vilt fá einn aukastaf frá 111,11 þá skrifarðu 1 (útkoma: 111,1). Ef þú vilt rúnna að tuginum í sölu tölu þá skrifarðu -1 (útkoma 110).

Dæmi:

Talan er 111,11.
=Round(111,11;0) skilar 111,0 þar sem beðið er um engan aukastaf (0).
=Round(111,11;-2) skilar 100, þar sem beðið er um að rúnna að hundraði (-2).

 

=ROUNDUP([tala sem um ræðir];[fjöldi aukastafa])

Roundup() virkar eins og Round (og Rounddown) nema fallið rúnnar tölurn upp.

Dæmi:

Talan er 111,11.
=Roundup(111,11;0) skilar 112,0 þar sem beðið er um engan aukastaf (0).
=Roundup(111,11;-2) skilar 200, þar sem beðið er um að rúnna upp að næsta hundraði (-2).

 

=ROUNDDOWN([tala sem um ræðir];[fjöldi aukastafa])

Rounddown() virkar eins og Round og Roundup nema fallið rúnnar tölurnar niður.

Dæmi:

Talan er 1.995,95.
=Rounddown(1.995,95;0) skilar 1.995 þar sem beðið er um engan aukastaf (0).
=Rounddown(1.995,95;-2) skilar 1.900, þar sem beðið er um að rúnna niður að næsta hundraði (-2).

Ef færslan er óskýr, skoðið viðhengið að neðan og prófið ykkur áfram. Annars skráið þið spurningu í athugasemdum eða sendið okkur póst á excel@excel.is.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.