Apr 222011
 

Margir hafa verið að lenda í vandræðum með að opna Excel 2007 og Excel 2010 skjöl (.xlsx) í Excel 2003 og eldri útgáfum.

Þó að nokkrar formúlur í Excel 2007 og 2010 hlaðist ekki í eldri útgáfum Excel og litaskemað sé annað, er engin ástæða fyrir því að geta ekki opnað önnur, tiltölulega einföld skjöl í eldri útgáfum. Til að gera það þarf smá viðbót frá Microsoft.

Hana má sækja hér, af síðu Microsoft. Hún er ókeypis og hættulaus. Lesið leiðbeiningarnar vel.

ATH. Þetta er aðeins fyrir Excel 2003 og eldri útgáfur af Excel.

Apr 202011
 

Mikið safn af alls kyns VBA lausnum, hugmyndum og sniðmátum er hægt að finna í leitarvélum á internetinu. Hér á eftir verður farið stuttlega yfir hvert hægt er að setja þennan kóða og létt dæmi um forritun sett fram. Sjálfur er ég tiltölulega nýbúinn að uppgötva möguleikana sem VBA bætir við Excel þannig að mögulegt er að eitthvað vanti uppá en þetta ætti þó að koma hlutunum af stað. Continue reading »

Apr 182011
 

Fyrsta fyrirspurn síðunnar barst fyrr í dag. Hún var eftirfarandi:

„Ég er að skrá íslenskar kennitölur og vil láta þær birtast þannig að það sé núll fremst ef fæðingardagurinn er minni en 10. Svo vil ég hafa strik á milli fæðingardagsins og síðustu fjögurra tölustafanna“

Þetta er nokkuð auðvelt að gera:

1. Velið þær cellur sem eiga að innihalda kennitölur. T.d. A column.
2. Hægrismellið og veljið format cells (eða veljið ctrl+1).
3. Undir number, farið í custom.
4. Skráið eftirfarandi í type: „0#####-####“. Sjá mynd 1.
5. Veljið OK.

Mynd 1

Mynd 1

Nú birtir Excel núll fremst þegar aðeins er um níu stafa kennitölu er að ræða og strik á milli fyrstu sex tölustafanna og næstu fjögurra.

Nú er bara að vona að google leitarvélin hendi inn fólki sem googlar “sex” en uppgötvar þess í stað töfraheima Excel.

Apr 182011
 

Á þessum síðustu og verstu hefur það reynst ágæt búbót að halda strimlabókhald fyrir heimilið. Þess utan hefur þetta verið ágæt leið í að halda líkamlegu formi í “ásættanlegu” ásigkomulagi, því það hefur reynst erfitt að réttlæta KFC þegar summutalan fyrir skyndibitann er skoðuð í lok mánaðar.

Eftirfarandi skjal er unnið upp úr skjali sem birtist á heimasíðu Umboðsmanns skuldara (neðri hlekkurinn).

Ekkert lykilorð þarf til þess að aflæsa flipum í skjalinu.