May 052011
 

Til eru ógrynni af fallegum íslenskum nöfnum og möguleikar fyrir samsetningu þeirra eru nánast óendanlegir. Það getur því reynst erfitt fyrir foreldra nýfæddra barna að velja nöfn.

Þar kemur eftirfarandi Excel skjal til hjálpar. Skjalið velur nafn fyrir barnið með lítilli fyrirhöfn, hvort sem um er að ræða stelpu eða strák, eitt, tvö eða jafnvel þrjú nöfn í einu.

Nokkur dæmi um nafnahugmyndir skjalsins:
Finnvarður Aage
Sif Emelíana
Magga Veróníka Unnbjörg
Stefán Sophanías Hyltir

Nokkrir punktar um skjalið:

  1. Nöfnin eru öll lögleg hjá mannanafnanefnd, þó oft séu þau siðlaus.
  2. Nöfnin eru sótt á Wikipediasíðu yfir lögleg íslensk nöfn.
  3. Til að fá nýtt nafn, veljið kyn í D4 fellilistanum eða fjölda nafna í E4 fellilistanum.
  4. Skjalið notast við RANDBETWEEN og VLOOKUP föllin, ásamt IF og AND.

 

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.