Goal Seek (kann ekki gott íslenskt orð) er öflugt tæki sem er notað með tölulegum útreikningum í Excel. Aðgerðin virkar í grunninn þannig að viðkomandi óskar eftir því að tölulegt ferli í reitaumhverfi skili einhverri niðurstöðu með því að breyta sérstökum reit. Continue reading »
Það getur verið pirrandi að bæta við gögnum í töflu og þurfa í kjölfarið að uppfæra hvert graf, sem tjáir töfluna. Hljómar eins og tvöföld vinna.
En þetta þarf ekki að vera þannig. Það er flóknara en það hljómar að láta graf uppfærast sjálfkrafa, en það er hægt, eins og flest allt, í Excel. Hér að neðan eru leiðbeiningar og sýniskjal.
Continue reading »
Það getur verið erfitt að útbúa ný, frumleg lykilorð þegar gerðir eru reikningar eða lykilorð endurnýjuð. Þá getur verið gott að grípa í skjal sem ég útbjó fyrir vin minn nýlega, sem var að kljást við þá sálarangist sem fylgir lykilorðagerð.
Continue reading »
Líklega er óhætt að segja að Excel er tölulegt forrit að upplagi, þ.e. mikill hluti af Excel vinnu fer í það að vinna með tölur og tölulegar niðurstöður í því töfraumhverfi sem Excel er. Flestir kannast við aðgerðir eins og að leggja saman tvo reiti og fá niðurstöðu samlagningarinnar í reitinn sem unnið er með. Ekki er víst að allir kannist við að bæta texta inn á milli talnanna eða „leggja saman“ reiti sem innihalda texta. Continue reading »
Þetta vandamál á sennilega við um Windows í heild sinni og þar sem Excel er risastór hluti af því þá læt ég þetta ráð flakka hér.
Continue reading »
Með útgáfu Excel 2007 breyttist viðmótið gagnvart notanda talsvert þegar valmyndasúpan var útfærð með flipum og úr varð valmyndaflipaviðmót (e. ribbon). Continue reading »
Þegar fylla á í töflur með t.d. formúlum, er lítið mál að draga selluna niður (eða til hliðar, ef það á við), til að fjölfalda innihald hennar. Það er gert með því að smella á litla svarta punktinn niðri í hægra horni valdrar sellu, halda hnappinum niðri og draga selluna í þá átt sem við á (sjá mynd).
Continue reading »
Það getur verið erfitt að venjast Excel 2007 og 2010 eftir að hafa notað Excel 2003 og eldri útgáfur í mörg ár. Excel 2007 gjörbreytti allri uppsetningu á skipunum og flýtihnöppum. Það er þó hægt að auðvelda sér uppfærsluna með smá viðbót.
Continue reading »
Oftar en einu sinni hef ég lent í vandræðum með að skrifa formúlur í skjöl sem ég fæ send. Þá birtist formúlan yfirleitt óútreiknuð í sellunni, þrátt fyrir að ég ýti á enter. Þetta er í raun ekkert vandamál. Þarfnast bara smá lagfæringar á sniðmáti.
Continue reading »
Eftir að hafa notað samasem merkið (=) í Excel árum saman lærði ég nokkuð nýlega hvernig á að gera „ekki sama og“ í föllum.
Continue reading »