Jun 222011
Það hafa líklega allir séð hina svokölluðu Töfrakúlu númer 8 (Ens.: Magic 8-ball) í kvikmyndum og þáttum, þar sem kúla er spurð ráða í formi já eða nei spurningar og hún svarar eftir að hafa verið hrist.
Þetta kann að hafa verið flókin hönnun þegar hún kom fyrst fram en með Excel er nánast ekkert auðveldara en að gera svona kúlu. Eini munurinn er að ekki þarf að hrista neitt í Excel. Bara ýta á enter eftir að spurning hefur verið slegin inn.
Magic 8-ball
1 file(s) 10.18 KB
Skjalið notast við raunveruleg svör úr Magic 8-ball, þýdd yfir á íslensku. Ekki ber að taka það alvarlega.
Spoiler/spillir: Skjalið notar v-lookup úr agnarsmárri töflu og randbetween (1-20) til að finna handahófskennd svör.