Á kki.is er hægt að fylgjast með tölfræði Íslenska körfuboltans. Það getur þó reynst tímafrekt að flakka á milli síða. Hér er því Excel skjal sem heldur utan um úrslit, stöðu, tölfræði leikja (box score) og tölfræði allra leikmanna í Dominosdeild karla 2016-2017.
Replace() fallið er notað til þess að skipta út hluta af texta í reit. Continue reading »
Það er vinsælt í Excel skjölum með háum tölum að birta þær í þúsundum, milljónum eða jafnvel stærri einingum. Þannig væru til dæmis 100 milljónir skráðar sem 100 í töflum eða gröfum til að spara pláss og minnka flækjustig skjalsins.
Vanalega er deilt með þeirri einingu sem viðkomandi vill hafa töluna í, t.d. að deila með milljón til að fá út 100 í dæminu fyrir ofan. Önnur leið og betri er að breyta sniðmáti tölunnar.
Er hægt að telja hversu oft bókstafir koma fram í texta með hjálp Excel? Auðvitað.
Skjalið reiknar útborguð laun út frá gefinni launaupphæð (bláu reitirnir).
Áttu von á barni/gæludýri en vantar nafn? Ertu þreytt(ur) á þínu dæmigerða nafni? Eru opinberar stofnanir ósáttar við nafn sem þú vilt nota? Það er óþarfi að örvænta. Hér er skjal sem hjálpar.
Þetta skjal, yfir tölfræði leikmanna NBA deildarinnar, vann ég fyrir ári síðan. Nú hef ég uppfært skjalið fyrir nýbyrjað tímabil, 2015-2016.
Í dag rakst ég á grein á lifehacker.com, sem fjallar m.a. um rannsókn á neyslu próteins. Óháð því hvort greinin eða rannsóknin sé góð, ákvað ég að gera Excel skjal sem auðveldar fólki að áætla neyslu próteins, miðað við hvað sagt er í rannsókninni.
Að rúnna tölur af er gert einfalt í Excel með föllunum Round(), Roundup() og Rounddown().