Hér er fyrsti gestapistill síðunnar. Hann er frá Styrmi Frey Gunnarssyni, bróðir mínum og sérfræðingi við Ekspres Bankann í Danmörku. Hægt er að ná í hann í netfanginu styrmirg@hotmail.com.
Meðfylgjandi skjal er viðbót við Excel (addin). Continue reading »
If fallið er mun einfaldara en almennt er talið. Það virkar svona:
=IF([Ef þetta];[þá þetta];[annars þetta])
Semíkomman skilur að skipanir.
Dæmi:
=IF(A1=10;“A1 er tíu!“;“A1 er ekki tíu!“)
Þetta gefur okkur að ef í cellu A1 er talan 10 þá muni standa „A1 er tíu!„, annars „A1 er ekki tíu!„.
Continue reading »
Áður en leiktímabilið hófst í haust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta útbjó ég skjal sem hjálpar til við að halda saman úrslitum í deildinni og hafa yfirlit yfir stöðuna. Ég gerðist þó helst til of latur við að uppfæra úrslitin, svo hér er skjalið í sinni upphaflegu mynd.
Continue reading »
Þessi reiknir var útbúinn fyrir 4 ára gutta sem hefur gaman af tölum. Einungis unnið með tölur frá einum og uppí fimm.
Ef Internet Explorer er notaður þá þarf að vista skjalið niður á tölvuna en ekki opna það beint svo allt virki sem skyldi.
Nokkur orð um hvernig hægt er að bæta við línu neðst í fyrirfram ákveðna stærð af innsláttartöflu með VBA. Continue reading »
Annað skjal sem er á mörkunum á að teljast nytsamlegt. Þó eru eflaust einhverjir áhugamenn sem gætu séð sér not í því að kíkja á skjalið. Continue reading »
Að bæta við drop down menu (fellilisti) í Excel skjöl er einfaldara en fólk heldur. Hér eru leiðbeiningar fyrir þeirri smekklegu viðbót í nokkrum auðveldum skrefum, auk sýniskjals sem inniheldur einn slíkan menu. Continue reading »
Er alveg á mörkunum að flokkast sem nytsamlegt skjal. Þó má vera að einhverjir sem eru að leika sér að núvirðingu detti á skjalið.
Þetta skjal er byggt ofan á lánareikninn ógurlega. Continue reading »
Á þessum síðustu og verstu hefur það reynst ágæt búbót að halda strimlabókhald fyrir heimilið. Þess utan hefur þetta verið ágæt leið í að halda líkamlegu formi í „ásættanlegu“ ásigkomulagi, því það hefur reynst erfitt að réttlæta KFC þegar summutalan fyrir skyndibitann er skoðuð í lok mánaðar.
Eftirfarandi skjal er unnið upp úr skjali sem birtist á heimasíðu Umboðsmanns skuldara (neðri hlekkurinn).
Ekkert lykilorð þarf til þess að aflæsa flipum í skjalinu.