May 112011
 

Mikið rétt. Það gerist ekki mikið íslenskara en að vera sjóari að vestan en einn slíkur hafði samband við síðuna.

Í ljósi þess að dagróðravertíðin var að hefjast hjá viðkomandi vildi hann athuga hvort að töfraheimur Excel gæti ekki aðstoðað við utanumhald um veiddan afla, söluverð og kostnað við veiðarnar.

Gildi eru stimpluð inn í bláa reiti. Fyrst er færður inn afli frá fyrra ári í Afli 2010 töfluna (ef fyrra aflaár er til staðar) en síðan er hver róður færður fyrir sig á flipanum “Afli”. “Yfirlit” vinnur síðan úr upplýsingum sem stimplaðar eru inn og brýtur niður á mánuði. Þetta getur verið hentugt til þess að skoða framlegð milli mánaða.

Uppistaðan í skjalinu eru sumif() (sjá nánar hér um sumif()) og month() föllin.

Month() fallið tekur inn dagsetningu (t.d. Month(31/12/2011)) og skilar til baka gildi sem stendur fyrir númer mánaðar, í venjulegu ári, af valinni dagsetningu (Month(31/12/2011) = 12).

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.