Viljirðu notast við handahófskenndar tölur í Excel skjali þá býður Excel upp á tvö föll.
Hvert er núvirði 100.000 króna frá því í fyrra? Hvers virði eru þúsund krónur í núvirði fyrir tíu árum? Eða fyrir 50 árum? Hér er reiknivél, byggð í Excel, sem hjálpar við þennan útreikning.
Í þessu nokkuð einfalda skjali er hægt að halda utan um gagnagrunn yfir matartegundir og innihald þeirra, ásamt því að færa inn daglega neyslu og fá heildarneyslu hvers innsláttar.
Fyrir tæpum tveimur árum deildum við hér skjali sem hermir (simulates) allar umferðir í öllum deildum enska boltans á tímabilinu 2011-2012.
Nú höfum við farið yfir skjalið og lagfært nokkrar smávægilegar villur, bætt það lítillega, en fyrst og fremst uppfært það fyrir tímabilið 2013-2014.
Continue reading »
Hér er lítið og einfalt skjal sem hjálpar til við að reikna vinningslíkur í lottó leikjum ýmiskonar.
Nýlega fengum við fyrirspurn um það hvernig hægt sé að raða kennitölum eftir fæðingardegi. Þetta krefst smá formúluvinnslu, sem er í raun einföld ef hún er tekin í litlum skrefum.
Til er eitthvað sem nefnist Kaprekar Fastinn, sem gerir eftirfarandi:
1. Veldu fjögurra stafa tölu, sem inniheldur amk 2 mismunandi tölur (Dæmi: 1112).
2. Raðaðu tölunum fjórum eftir stærð, annars vegar sú stærsta fyrst og minnsta síðust og hinsvegar sú minnsta fyrst og stærsta síðust.
3. Dragðu minni töluna frá stærri tölunni.
4. Farðu aftur að skrefi 2.
Að lokum endarðu alltaf á tölunni 6174. Hér er hægt að lesa meira um Kaprekar Fastann.
Ég útbjó Excel skjal sem hjálpar lesendum síðunnar að prófa þetta.
Í heilsubrjálæði síðustu ára er nauðsynlegt að hafa tól til aðstoðar við að ná settum takmörkum. Eitt slíkt tól er matardagbók, þar sem neysla hvers dags er skráð og nákvæmar upplýsingar eru reiknaðar út samstundis.
Continue reading »
Nýlega langaði mig að vita hversu mikið af kalóríum ég ætti að borða miðað við mínar forsendur. Ég leitaði á netinu og fann formúlur fyrir karla og konur, setti það í Excel skjal og reiknaði út.
Nýlega horfði ég á 100 metra hlaup karla á Ólympíuleikunum í London og spáði hvort ég ætti nokkuð erfitt með að hlaupa jafn hratt og þessir kappar, þar sem ég hef einu sinni náð að hlaupa á 15 km hraða á bretti í ræktinni í góðar þrjár sekúndur. Svo ég bjó til Excel skjal.
Continue reading »