Aug 222014
Sértu þreytt(ur) á að fara inn á íslenskar bankasíður til að finna upplýsingar um gengi geturðu útbúið slíkt skjal í Excel.
Í viðhengdu skjali eru upplýsingar um gengi tæplega 60 mismunandi mynta um allan heim sótt á síðuna floatrates.com (XML skjal síðunnar) og upphæð umreiknuð úr einni mynt í aðra á auðveldan hátt.
Til að hafa nýjustu gengi mynta er rétt að velja DATA → REFRESH ALL öðru hverju í Excel skjalinu.
[wpdm_file id=85]
Skjalið er á ensku.
Hver er munurinn á connection string og connection file þegar tengt er xml gengistöflu.
og hvernig læt ég inn connection string?
Sæll Alli
Afsakaðu seint svar. Ég er ekki sérhæfður í þessum tækniatriðum en ég notast eingöngu við connection file. Í þeim tilvikum sem ég nota connection file get ég aðeins séð hvað stendur í connection string, en ekki breytt.
Nánari upplýsingar hér:
https://support.office.com/en-au/article/Connection-properties-9d3599a9-e9b3-461d-99b2-c5505ddae6e0