Við höldum í þá hefð að útbúa innsláttarskjöl fyrir fót- og körfuboltann hérlendis. Að þessu sinni eru það Iceland Express deildirnar í körfubolta (karla og kvenna). Deildirnar tvær byrja eftir rétt tæplega mánuð.
Ekkert er ómögulegt í Excel. Það er m.a. hægt að gera litla leiki í því.
Continue reading »
Margir Excel notendur nota F2 hnappinn mikið við að breyta innihaldi reita. Það getur tafið fyrir mikilli vinnslu að reka sig reglulega í F1 hnappinn, en þegar hann er notaður opnast nýr hjálpargluggi yfir vinnslugluggann og allt stoppar.
Það er hægt að aftengja F1 gluggann með örlitlum kóða.
Í þessu einfalda skjali er hægt að slá inn úrslit leikja og tafla yfir ensku úrvalsdeildina uppfærist jafn óðum.
Nýlega fékk síðan fyrirspurn hvort Excel geti lagt saman annan hvern reit í rangri runu talna eða töflu. Excel býður ekki upp á neina formúlu sérstaklega fyrir þessa aðgerð en þetta er samt hægt, með því að blanda saman nokkrum formúlum.
Continue reading »
Föllin AND og OR eru þægileg viðbót við if fallið. AND fallið skilar TRUE ef öll skilyrði sem sett eru inn í það eru sönn, annars FALSE, á meðan OR skilar TRUE ef eitthvað af skilyrðunum sem sett eru inn eru sönn, annars FALSE.
Continue reading »
Sjaldan hefur verið meiri þörf fyrir það að fylgjast með bensíneyðslu bílsins. Að neðan er einfalt skjal sem auðveldar útreikninga eftir bensíntöku.
Continue reading »
Eitt af því sem ég hef aldrei skilið við upphaflega uppsetningu á Excel forritinu er fjöldi sheet-a sem opnast í nýju Excel skjali. Þegar þú býrð til nýtt skjal í Excel eru alltaf þrjú sheet opin. Í lang flestum tilvika er aðeins eitt sheet notað og ef þörf er á fleirum er þeim einfaldlega bætt við.
Þetta veldur því að fólk með vott af fullkomnunaráráttu þarf að eyða sheet2 og sheet3, sem er tímaeyðsla.
Continue reading »
Með nýja þrepa-skattkerfinu getur verið erfitt að reikna út greiddan skatt í hverju þrepi, heildar skattgreiðslu og raunverulegt skatthlutfall á mismunandi launum. En ekki með Excel.
Continue reading »
Það hafa líklega allir séð hina svokölluðu Töfrakúlu númer 8 (Ens.: Magic 8-ball) í kvikmyndum og þáttum, þar sem kúla er spurð ráða í formi já eða nei spurningar og hún svarar eftir að hafa verið hrist.
Continue reading »