Sep 212011
 

Flestir sem vinna með mikið af gögnum kannast við það vandamál að taflan snýr vitlaust, þeas að hún sé lóðrétt þegar hún á að vera lárétt eða öfugt.

Það er lítið mál að laga það. Að neðan eru þrjár aðferðir.

ATH. Allar þrjár aðferðir er hægt að skoða í skjali, neðst í færslunni.

Aðferð 1: Paste – Transpose
Þessi aðferð snýr töflunni og gerir upphaflega töflu óþarfa. Mjög einföld aðferð.

1. Veldu töfluna sem á að breyta.
2. Hægri smelltu og veldu copy (eða CTRL + c).
3. Veldu þá sellu þar sem efsta hægra horn fyrri töflu á að byrja.
4. Hægri smelltu og veldu: Paste special → Values og Transpose → OK.

Taflan á nú að birtast á réttan hátt sem hrágögn.

Aðferð 2: Indirect
Þessa aðferð má nota ef þú vilt halda upprunalegu töflunni.

Indirect fallið tekur texta og umbreytir í staðsetningu í skjalinu. Dæmi: Ef í sellu A1 er skráð 100, í B1 er skráð “A1” (án gæsalappa) og í C1 er skráð =indirect(B1) þá breytir indirect innihaldi B1 (sem er A1) í það sem er í sellu A1 eða 100. Þetta má nota við að snúa töflu.

1. Skrifaðu hjá þér hvar upphaflega taflan er. Dæmi: Á svæðinu A1 til M3.
2. Veldu staðsetningu nýrrar töflu. Dæmi: F7 til H19.
3. Vinstra megin við nýju töfluna skaltu skrá þá bókstafi sem upphaflega taflan er á. Í þessu tilviki er gamla taflan á bilinu A til M og fer því A í E7, B í E8, C í E9 og svo framvegis til E19, þar sem M er skráð.
4. Fyrir ofan nýju töfluna skaltu skrá þá tölustafi sem endurspegla staðsetningu gömlu töflunnar. Í þessu tilviki er gamla taflan á bilinu 1 til 3 og fer því 1 í F6, 2 í G6 og 3 í H6.
5. Í efsta vinstra horn nýju töflunnar skráirðu eftirfarandi formúlu:

=INDIRECT($E7&F$6)

Formúlan sækir fyrri hluta staðsetningar í E7 (og festir sig í bókstafinum) og seinni hlutann í F6 (og festir sig í tölustafinum).
6. Fjölfaldaðu þessa formúlu í þær sellur sem innihalda nýju töfluna.

Með þessu móti er hægt að uppfæra gömlu töfluna og nýja uppfærist með.

Aðferð 3: Offset
Svipuð og aðferð 2, nema líklega aðeins einfaldari.

Offset fallið tekur við skipunum til að sækja gögn til hliðar við upphaflega sellu. Dæmi: Ef í B2 ég hef skrifað 100 og í C3 skrifi ég =offset(A1;1;1) þá fer formúlan í A1, leitar einn til hliðar og einn niður og finnur 100, sem hún skilar svo í C3. Þetta má nota við að snúa töflu.

1. Skoðaðu hversu löng og breið upphaflega tafla er. Ef taflan er á bilinu A1 til M3 þá er hún 3 á lengd og 13 á breidd.
2. Veldu staðsetningu nýrrar töflu. Dæmi: K7 til M19.
3. Vinstra megin við nýju töfluna skaltu telja frá 0 upp í þá tölu sem endurspeglar breidd upphaflegu töflunnar, mínus einn. Í þessu tilviki fer 0 í J7, 1 í J8, 2 í J9 og svo framvegis til J19, þar sem 12 er skráð.
4. Fyrir ofan nýju töfluna skaltu skrá þá tölustafi sem endurspegla lengd gömlu töflunnar, mínus einn. Í þessu tilviki fer 0 í K6, 1 í L6 og 2 í M6.
5. Í efsta vinstra horn nýju töflunnar skráirðu svo formúluna:

=OFFSET($A$1;K$6;$J7)

Formúlan fer í A1 (og festir sig), færir sig svo um þá reiti sem K6 segir til um til hægri (og festir sig í tölustafinum) og um þá reiti sem J7 segir til um niður (og festir sig í bókstafinum).
6. Fjölfaldaðu þessa formúlu í þær sellur sem innihalda nýju töfluna.

Með þessu móti er hægt að uppfæra gömlu töfluna og nýja uppfærist með.

{filelink=47}

  One Response to “Að snúa töflum”

  1. Það er líka hægt að nota TRANSPOSE – vektoraformúluna, og líka snúa skjánum.,.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.