Finnur Torfi

May 132011
 

Í vinnu minni færi ég mikið af gögnum á milli skjala og vil yfirleitt ekki halda sniðmátinu á þeim. Ég notast því við Paste Special → Values, til að setja gögnin inn án sniðmátsins.

En í Excel 2007 og eldri útgáfum er þetta seinlegt. Þú þarft að hægrismella á selluna, velja Paste Special, svo velja Values og að lokum ok (eða alt→h→v→s→v→enter). Þegar þetta er gert mörg hundruð sinnum á dag, getur þetta verið tímafrekt.

Það er því tilvalið að forrita flýtihnapp fyrir þessa aðgerð, sem myndi þá virka eins og flýtihnappurinn CTRL+V (Paste: Að setja inn gögn með sniðmáti).
Continue reading »

May 052011
 

Til eru ógrynni af fallegum íslenskum nöfnum og möguleikar fyrir samsetningu þeirra eru nánast óendanlegir. Það getur því reynst erfitt fyrir foreldra nýfæddra barna að velja nöfn.

Þar kemur eftirfarandi Excel skjal til hjálpar. Skjalið velur nafn fyrir barnið með lítilli fyrirhöfn, hvort sem um er að ræða stelpu eða strák, eitt, tvö eða jafnvel þrjú nöfn í einu.

Continue reading »