May 182011
 

Nýlega var Excel.is skráð á Íslenska “blogghlutabréfamarkaðinn” á Blogggáttina. Viðbrögðin voru mun betri en við þorðum að vona. Fyrir helgi var síðan í 7. sæti yfir vinsælustu vefritið eins og sjá má á þessu skjáskoti:

Síðan hefur reyndar fallið niður í 10. sæti eftir þetta skjáskot. Þetta sýnir þó með óyggjandi hætti að það er markaður fyrir þessa síðu.

Við höfum bætt við áskriftarhnöppum hér á hægri hönd, þar sem annars vegar er hægt að bæta síðunni við í Google reader/Google síðu og hinsvegar hægt að fá hráan RSS kóða, fyrir annars konar lesara. Endilega nýtið ykkur það.

Við viljum ítreka að við tökum við fyrirspurnum um Excel í netfanginu excel@excel.is. Við leggjum okkur alla fram við að svara þeim. Ef fyrirspurnin er nýmóðins eru góðar líkur á að skrifaður verði pistill um hana og lausnina.

Við þökkum viðtökurnar.

  One Response to “RSS áskrift”

  1. Loksins loksins

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.