May 132011
 

Í vinnu minni færi ég mikið af gögnum á milli skjala og vil yfirleitt ekki halda sniðmátinu á þeim. Ég notast því við Paste Special → Values, til að setja gögnin inn án sniðmátsins.

En í Excel 2007 og eldri útgáfum er þetta seinlegt. Þú þarft að hægrismella á selluna, velja Paste Special, svo velja Values og að lokum ok (eða alt→h→v→s→v→enter). Þegar þetta er gert mörg hundruð sinnum á dag, getur þetta verið tímafrekt.

Það er því tilvalið að forrita flýtihnapp fyrir þessa aðgerð, sem myndi þá virka eins og flýtihnappurinn CTRL+V (Paste: Að setja inn gögn með sniðmáti).

Það fyrsta sem þarf að gera í Excel 2007 og 2010 er að bæta við Developer valmyndinni í Excel borðanum:

Excel 2007: Options → Popular → Show Developer tab in the ribbon
Excel 2010: File → Options → Customize Ribbon → Haka við Developer

Þá er okkur ekkert að vanbúnaði að búa til flýtihnappinn fyrir Paste Special → Values.

Hér er aðgerðin í nokkrum skrefum:

1. Veldu einhverja sellu.
2. Afritaðu hana (CTRL + C: Copy).
3. Veldu einhverja aðra sellu.
4a. Í Excel 2003: Tools → Macro → Record New Macro
4b. Í Excel 2007 og 2010: Developer → Record Macro.
5. Í Macro Name skráirðu það nafn sem þú vilt. Ath. Það þarf að vera sæmilega lýsandi fyrir aðgerðina og má ekki innihalda óenska stafi eða bil.
6. Í Shortcut Key skráirðu þann staf sem þú vilt ýta á með CTRL til að fá upp aðgerðina. Ath. Þú getur haldið Shift inni og ýtt á bókstaf til að fá flýtihnappinn CTRL + SHIFT + [bókstafur].
7. Í Store macro in velurðu Personal Macro Workbook ef þú vilt að þessi flýtihnappur virki í öllum Excelskjölum viðkomandi tölvu. Annars This Workbook ef þú vilt bara að hann virki í þessu skjali.
8. Í Description skráirðu lýsingu á hvað flýtihnappurinn gerir. Valkvæmur reitur.
9. Veldu OK.
10. Til að forðast mistök er betra að fara lengri leiðina að því að setja gögnin inn án sniðmáts með því að fara í Home → Paste örin niður → Paste Special → Values → OK.
11a. Í Excel 2003: Tools → Macro → Stop Recording.
11b. Í Excel 2007 og 2010: Developer → Stop Recording.

Þá ætti flýtihnappurinn að vera tilbúinn. Mundu svo að velja YES þegar Excel spyr hvort þú viljir vista breytingar á Personal Macro þegar þú lokar Excel.

ATH! Þegar Macro flýtihnappar eru notaðir er ekki lengur hægt að velja undo. Þeas Undo sagan hreinsast. Notið því umræddan flýtihnappa varlega.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.