May 132011
 

Flýtivalstikan (e. Quick Access Toolbar / QAT) er tæki sem getur flýtt talsvert fyrir.

Flýtivalstikan er þetta apparat hérna:

Mynd 1

Stikuna er hægt að geyma fyrir ofan eða neðan flipaborðann (Ribboninn) í Excel. Neðangreindur takki er valinn til þess að færa borðann á milli staðsetninga og er þá “Show above the ribbon” / “Show below the ribbon” valið eftir hentugleika.

Mynd 2

Hægt er að nota sama takka til þess að bæta skipunum við listann en einfaldast er þó að  velja aðgerðir á stikuna með við að hægri smella á fýsilegar aðgerðir (af flipaborðanum) og velja “Add to Quick Access Toolbar”. Ef losa þarf aðgerðir af flýtivalstikunni er hægt hægri smella á aðgerðina sem á að losa og velja “Remove from Quick Access Toolbar”.

Í ljósi fyrirspurnar sem kom um “Paste Values” möguleikann, þá bættist sú aðgerð í verkfærakistuna sem sett var hérna í addin. Hægt er að bæta viðbótinni við Excel umhverfið, hægri smella síðan á Paste Values aðgerðina í kistunni og bæta við á flýtivalstikuna. Þá ætti að vera handhægt að grípa í aðgerðina. Þetta er reyndar ekki eins handhægt og að nota flýtihnappa á lyklaborði (eins og Finnur fór yfir í í svari við fyrirspurn) en önnur leið að sama markmiði.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.