Vlookup og Hlookup föllin eru notuð til að fletta upp gildum í töflum, út frá ákveðnum forsendum. Í þessari færslu verður reynt að útskýra þessi föll og sýnd dæmi um notkun á þeim.
Continue reading »
Þegar unnið er með töflur eða gagnasett er gott að geta séð heiti hvers hluta töflunnar, sama hversu langt er flett niður eða til hliðar. Ein besta leiðin til þess er að nota fídusinn Freeze Panes.
Replace() fallið er notað til þess að skipta út hluta af texta í reit. Continue reading »
Það er vinsælt í Excel skjölum með háum tölum að birta þær í þúsundum, milljónum eða jafnvel stærri einingum. Þannig væru til dæmis 100 milljónir skráðar sem 100 í töflum eða gröfum til að spara pláss og minnka flækjustig skjalsins.
Vanalega er deilt með þeirri einingu sem viðkomandi vill hafa töluna í, t.d. að deila með milljón til að fá út 100 í dæminu fyrir ofan. Önnur leið og betri er að breyta sniðmáti tölunnar.
Er hægt að telja hversu oft bókstafir koma fram í texta með hjálp Excel? Auðvitað.
Að rúnna tölur af er gert einfalt í Excel með föllunum Round(), Roundup() og Rounddown().
Til að finna út númer hvað lína reits er er einfalt að skrifa =ROW() í viðkomandi reit og skilar það númer línunnar. Dæmi: ef =ROW() er skrifað í reit B25 er útkoman 25.
En hvað er skrifað til að finna hvaða stafur er á dálki reits?
Viljirðu notast við handahófskenndar tölur í Excel skjali þá býður Excel upp á tvö föll.
Þegar verið er að vinna með lista af gögnum er hægt gera ýmislegt til þess að raða gögnunum. Hægt er að nota Data-Sort valmöguleikann, Data-filter valmöguleikann eða VBA fyrir þá sem eru lengra komnir. Ætlunin er að fara yfir einfalda aðferð til þess að raða lista eftir stærð tölulegra gilda. Continue reading »
Nýlega fengum við fyrirspurn um það hvernig hægt sé að raða kennitölum eftir fæðingardegi. Þetta krefst smá formúluvinnslu, sem er í raun einföld ef hún er tekin í litlum skrefum.