Hér er einfalt skjal sem heldur utan um spákeppni fyrir allt að 30 manns fyrir EM í fótbolta 2024, þar sem spáð er fyrir úrslit hvers leiks. Hægt er að stilla hversu mörg stig fást fyrir rétta markatölu, rétt úrslit, ranga spá og réttan sigurvegara móts.
Áttu von á barni/gæludýri en vantar nafn? Ertu þreytt(ur) á þínu dæmigerða nafni? Eru opinberar stofnanir ósáttar við nafn sem þú vilt nota? Það er óþarfi að örvænta. Hér er skjal sem hjálpar.
Til að finna út númer hvað lína reits er er einfalt að skrifa =ROW() í viðkomandi reit og skilar það númer línunnar. Dæmi: ef =ROW() er skrifað í reit B25 er útkoman 25.
En hvað er skrifað til að finna hvaða stafur er á dálki reits?
Viljirðu notast við handahófskenndar tölur í Excel skjali þá býður Excel upp á tvö föll.
Fyrir tæpum tveimur árum deildum við hér skjali sem hermir (simulates) allar umferðir í öllum deildum enska boltans á tímabilinu 2011-2012.
Nú höfum við farið yfir skjalið og lagfært nokkrar smávægilegar villur, bætt það lítillega, en fyrst og fremst uppfært það fyrir tímabilið 2013-2014.
Continue reading »
Til er eitthvað sem nefnist Kaprekar Fastinn, sem gerir eftirfarandi:
1. Veldu fjögurra stafa tölu, sem inniheldur amk 2 mismunandi tölur (Dæmi: 1112).
2. Raðaðu tölunum fjórum eftir stærð, annars vegar sú stærsta fyrst og minnsta síðust og hinsvegar sú minnsta fyrst og stærsta síðust.
3. Dragðu minni töluna frá stærri tölunni.
4. Farðu aftur að skrefi 2.
Að lokum endarðu alltaf á tölunni 6174. Hér er hægt að lesa meira um Kaprekar Fastann.
Ég útbjó Excel skjal sem hjálpar lesendum síðunnar að prófa þetta.