Nýlega fengum við fyrirspurn um það hvernig hægt sé að raða kennitölum eftir fæðingardegi. Þetta krefst smá formúluvinnslu, sem er í raun einföld ef hún er tekin í litlum skrefum.
Nú fer úrslitakeppni NBA deildarinnar senn að hefjast. Meðfylgjandi er skjal þar sem hægt er að spá fyrir um viðureignir og væntanlega NBA meistara.
[wpdm_file id=70]
Vinna þarf fjóra leiki í hverri viðureign og eru tölustafir færðir í bláu reiti þar sem núllin eru fyrir. Hægt er að gera úr þessu leik og er tillaga að stigagjöf sett fram undir spárammanum.
Athugasemd fyrir Reykjavík Rumble: Einn trukkur undir eins og í fyrra og senda spánna á mig.
Skjalið reiknar útborguð laun út frá gefinni launaupphæð (bláu reitirnir). Continue reading »
Síðunni barst fyrirspurn þess efnis hvernig virðisaukaskattur sé reiknaður af fjárhæð. Continue reading »
Til er eitthvað sem nefnist Kaprekar Fastinn, sem gerir eftirfarandi:
1. Veldu fjögurra stafa tölu, sem inniheldur amk 2 mismunandi tölur (Dæmi: 1112).
2. Raðaðu tölunum fjórum eftir stærð, annars vegar sú stærsta fyrst og minnsta síðust og hinsvegar sú minnsta fyrst og stærsta síðust.
3. Dragðu minni töluna frá stærri tölunni.
4. Farðu aftur að skrefi 2.
Að lokum endarðu alltaf á tölunni 6174. Hér er hægt að lesa meira um Kaprekar Fastann.
Ég útbjó Excel skjal sem hjálpar lesendum síðunnar að prófa þetta.
Síðunni barst fyrirspurn frá foreldrafélagi skóla, hér á landi, sem sér um að skipuleggja aðkomu foreldra að skólastarfinu. Einn þáttur í því starfi er að yfir skólaárið þurfa foreldrar að sjá um að þrífa skólahús sem eru fjögur talsins. Continue reading »
Í heilsubrjálæði síðustu ára er nauðsynlegt að hafa tól til aðstoðar við að ná settum takmörkum. Eitt slíkt tól er matardagbók, þar sem neysla hvers dags er skráð og nákvæmar upplýsingar eru reiknaðar út samstundis.
Continue reading »
Nýlega langaði mig að vita hversu mikið af kalóríum ég ætti að borða miðað við mínar forsendur. Ég leitaði á netinu og fann formúlur fyrir karla og konur, setti það í Excel skjal og reiknaði út.
Flokkun og síun á gögnum er gerð einföld með innbyggðu tóli í Excel. Um er að ræða gagnasíuna (e. data filter) sem er að finna á „Data“ flipanum undir takkanum „Filter“. Continue reading »
Nýlega horfði ég á 100 metra hlaup karla á Ólympíuleikunum í London og spáði hvort ég ætti nokkuð erfitt með að hlaupa jafn hratt og þessir kappar, þar sem ég hef einu sinni náð að hlaupa á 15 km hraða á bretti í ræktinni í góðar þrjár sekúndur. Svo ég bjó til Excel skjal.
Continue reading »