Nýlega fékk síðan fyrirspurn hvort Excel geti lagt saman annan hvern reit í rangri runu talna eða töflu. Excel býður ekki upp á neina formúlu sérstaklega fyrir þessa aðgerð en þetta er samt hægt, með því að blanda saman nokkrum formúlum.
Continue reading »
Föllin AND og OR eru þægileg viðbót við if fallið. AND fallið skilar TRUE ef öll skilyrði sem sett eru inn í það eru sönn, annars FALSE, á meðan OR skilar TRUE ef eitthvað af skilyrðunum sem sett eru inn eru sönn, annars FALSE.
Continue reading »
Sjaldan hefur verið meiri þörf fyrir það að fylgjast með bensíneyðslu bílsins. Að neðan er einfalt skjal sem auðveldar útreikninga eftir bensíntöku.
Continue reading »
Eitt af því sem ég hef aldrei skilið við upphaflega uppsetningu á Excel forritinu er fjöldi sheet-a sem opnast í nýju Excel skjali. Þegar þú býrð til nýtt skjal í Excel eru alltaf þrjú sheet opin. Í lang flestum tilvika er aðeins eitt sheet notað og ef þörf er á fleirum er þeim einfaldlega bætt við.
Þetta veldur því að fólk með vott af fullkomnunaráráttu þarf að eyða sheet2 og sheet3, sem er tímaeyðsla.
Continue reading »
Klassískt skjal. Skjalið inniheldur tvo teninga sem hægt er að “kasta”. Continue reading »
Stutt og létt form sem kastað var upp til útprentunar á ísskápinn. Continue reading »
Með nýja þrepa-skattkerfinu getur verið erfitt að reikna út greiddan skatt í hverju þrepi, heildar skattgreiðslu og raunverulegt skatthlutfall á mismunandi launum. En ekki með Excel.
Continue reading »
Það hafa líklega allir séð hina svokölluðu Töfrakúlu númer 8 (Ens.: Magic 8-ball) í kvikmyndum og þáttum, þar sem kúla er spurð ráða í formi já eða nei spurningar og hún svarar eftir að hafa verið hrist.
Continue reading »
Goal Seek (kann ekki gott íslenskt orð) er öflugt tæki sem er notað með tölulegum útreikningum í Excel. Aðgerðin virkar í grunninn þannig að viðkomandi óskar eftir því að tölulegt ferli í reitaumhverfi skili einhverri niðurstöðu með því að breyta sérstökum reit. Continue reading »
Það getur verið pirrandi að bæta við gögnum í töflu og þurfa í kjölfarið að uppfæra hvert graf, sem tjáir töfluna. Hljómar eins og tvöföld vinna.
En þetta þarf ekki að vera þannig. Það er flóknara en það hljómar að láta graf uppfærast sjálfkrafa, en það er hægt, eins og flest allt, í Excel. Hér að neðan eru leiðbeiningar og sýniskjal.
Continue reading »