Möguleikarnir með Excel eru óendanlegir. Meðal þeirra skjala sem hægt er að gera og uppfæra í Excel eru æfingaáætlanir fyrir ræktina. Neðst í færslunni má finna eitt slíkt skjal.
Continue reading »
Til eru ógrynni af fallegum íslenskum nöfnum og möguleikar fyrir samsetningu þeirra eru nánast óendanlegir. Það getur því reynst erfitt fyrir foreldra nýfæddra barna að velja nöfn.
Þar kemur eftirfarandi Excel skjal til hjálpar. Skjalið velur nafn fyrir barnið með lítilli fyrirhöfn, hvort sem um er að ræða stelpu eða strák, eitt, tvö eða jafnvel þrjú nöfn í einu.

Skjalið er hér að neðan og virkar aðeins fyrir Excel 2007 og nýrra (vegna ifferror fallsins sem notað er, sjá hér).
Lítið mál er að setja saman sérunnið skjal fyrir aðrar deildir, sé óskað eftir því. Hafið samband við excel@excel.is ef áhugi er fyrir hendi.
Meðfylgjandi skjal er viðbót við Excel (addin). Continue reading »
Áður en leiktímabilið hófst í haust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta útbjó ég skjal sem hjálpar til við að halda saman úrslitum í deildinni og hafa yfirlit yfir stöðuna. Ég gerðist þó helst til of latur við að uppfæra úrslitin, svo hér er skjalið í sinni upphaflegu mynd.
Continue reading »
Þessi reiknir var útbúinn fyrir 4 ára gutta sem hefur gaman af tölum. Einungis unnið með tölur frá einum og uppí fimm.
Ef Internet Explorer er notaður þá þarf að vista skjalið niður á tölvuna en ekki opna það beint svo allt virki sem skyldi.
Annað skjal sem er á mörkunum á að teljast nytsamlegt. Þó eru eflaust einhverjir áhugamenn sem gætu séð sér not í því að kíkja á skjalið. Continue reading »
Á þessum síðustu og verstu hefur það reynst ágæt búbót að halda strimlabókhald fyrir heimilið. Þess utan hefur þetta verið ágæt leið í að halda líkamlegu formi í “ásættanlegu” ásigkomulagi, því það hefur reynst erfitt að réttlæta KFC þegar summutalan fyrir skyndibitann er skoðuð í lok mánaðar.
Eftirfarandi skjal er unnið upp úr skjali sem birtist á heimasíðu Umboðsmanns skuldara (neðri hlekkurinn).
Ekkert lykilorð þarf til þess að aflæsa flipum í skjalinu.
Af lagernum.
Einfaldur Excel lánareiknir þar sem hægt er að skoða greiðsluflæði miðað við jafnar afborganir eða jafnar greiðslur (annuitet). Afborgunum, vöxtum og höfuðstól er stillt upp yfir tímabil á grafi.
Nytsamlegur að því leyti að hægt er að lengja tímabilið á milli greiðslna, sem flestir bankaheimasíðureiknar leyfa ekki. Bláu reitirnir eru til að slá gildi í.
Fyrir þá sem vilja styrkja síðuna þá er hægt að nálgast skjalið aflæst hér fyrir neðan – ef viðkomandi hefur áhuga á að skoða formúlur oþh.
