Apr 292011
 

Pepsí deildin í knattspyrnu
Á sunnudaginn byrjar Íslenska knattspyrnuvertíðin á ný þegar Pepsi deildin hefur göngu sína. Þá er vel við hæfi að setja saman skjal fyrir tímabilið með töflu sem uppfærist eftir hver innslegin úrslit.

Skjalið er hér að neðan og virkar aðeins fyrir Excel 2007 og nýrra (vegna ifferror fallsins sem notað er, sjá hér).

 

 

Lítið mál er að setja saman sérunnið skjal fyrir aðrar deildir, sé óskað eftir því. Hafið samband við excel@excel.is ef áhugi er fyrir hendi.

Apr 182011
 

Á þessum síðustu og verstu hefur það reynst ágæt búbót að halda strimlabókhald fyrir heimilið. Þess utan hefur þetta verið ágæt leið í að halda líkamlegu formi í “ásættanlegu” ásigkomulagi, því það hefur reynst erfitt að réttlæta KFC þegar summutalan fyrir skyndibitann er skoðuð í lok mánaðar.

Eftirfarandi skjal er unnið upp úr skjali sem birtist á heimasíðu Umboðsmanns skuldara (neðri hlekkurinn).

Ekkert lykilorð þarf til þess að aflæsa flipum í skjalinu.

Apr 172011
 

Dæmi um reikni. Tengist grein þó ekki með beinum hætti.

Af lagernum.

Einfaldur Excel lánareiknir þar sem hægt er að skoða greiðsluflæði miðað við jafnar afborganir eða jafnar greiðslur (annuitet). Afborgunum, vöxtum og höfuðstól er stillt upp yfir tímabil á grafi.

Nytsamlegur að því leyti að hægt er að lengja tímabilið á milli greiðslna, sem flestir bankaheimasíðureiknar leyfa ekki. Bláu reitirnir eru til að slá gildi í.

Fyrir þá sem vilja styrkja síðuna þá er hægt að nálgast skjalið aflæst hér fyrir neðan – ef viðkomandi hefur áhuga á að skoða formúlur oþh.