Gagnatöflur (e. Data tables) eru gott tól í Excel þegar vinna þarf með tölulegar niðurstöður í Excel. Töflurnar eru sérstaklega hjálplegar þegar athuga þarf hvaða áhrif breytingar á forsendum útreikninga hafa á niðurstöður, oft kallað næmnigreining forsendna. Continue reading »
Það er fátt leiðinlegra en að hafa skrifað rangt orð í Excel skjal á óteljandi mörgum stöðum. Þá er gott að notast við „Find and replace“ fídusinn í Excel.
Continue reading »
Það getur verið pirrandi að handskrá inn gögn, sérstaklega þegar aðeins þarf að skrá gögn í aðra hverja sellu.
Segjum sem svo að þú sért með lista þar sem nöfn koma fram með óreglulegum hætti og bil þar á milli, þegar umrætt nafn á að vera í öllum auðum sellum, eins og sjá má á sjámyndinni að neðan:
Continue reading »
Í Excel er lítið mál að setja prentun af stað en að prenta rétta efnið á rétta forminu er kannski ekki eins augljóst. Continue reading »
Flýtivalstikan (e. Quick Access Toolbar / QAT) er tæki sem getur flýtt talsvert fyrir. Continue reading »
Í vinnu minni færi ég mikið af gögnum á milli skjala og vil yfirleitt ekki halda sniðmátinu á þeim. Ég notast því við Paste Special → Values, til að setja gögnin inn án sniðmátsins.
En í Excel 2007 og eldri útgáfum er þetta seinlegt. Þú þarft að hægrismella á selluna, velja Paste Special, svo velja Values og að lokum ok (eða alt→h→v→s→v→enter). Þegar þetta er gert mörg hundruð sinnum á dag, getur þetta verið tímafrekt.
Það er því tilvalið að forrita flýtihnapp fyrir þessa aðgerð, sem myndi þá virka eins og flýtihnappurinn CTRL+V (Paste: Að setja inn gögn með sniðmáti).
Continue reading »
Það er nokkuð algengt aðgerð hjá Excel fíklum að vilja fjarlægja endurtekningar í gagnagrunnum. Fyrir daga Excel 2007 var þetta nokkuð snúið að framkvæma en þó ekki ómögulegt.
Continue reading »
Það eru margar leiðir til að reikna meðaltal, fjölda og heildarsummu gagnagrunna út frá fyrir fram ákveðinni skorðu.
Continue reading »
Ein ánægjulegasta viðbótin í Excel 2007 var, að mínu mati, fallið IFERROR. Með því er hægt að skipta út öllum villuboðum fyrir texta, eyðu eða nánast hvað sem hugurinn girnist.
Fyrir tíma Excel 2007 þurftu notendur að notast við krókaleið að því að skipta út villuboðum með tveimur samsettum föllum: IF og ISERROR.
Hér er fyrsti gestapistill síðunnar. Hann er frá Styrmi Frey Gunnarssyni, bróðir mínum og sérfræðingi við Ekspres Bankann í Danmörku. Hægt er að ná í hann í netfanginu styrmirg@hotmail.com.