Mar 062024
 

Síðunni barst erindi frá góðvini síðunnar varðandi tíma- og efnisskráningar verktaka / einyrkja.

Ætlunin var að einfalda viðkomandi lífið með halda dagbók yfir tíma og efni sem fara í verkefni og síðan útbúa sjálfkrafa samantekt, eftir viðskiptavinum, til að gera mánaðarreikninga eftir.

Eftirfarandi skjal var útbúið af því tilefni.

Fyrst þarf að skrá viðskiptavini á tilgreindan flipa og því næst eru tímar og efni skráð á samsvarandi flipa (dagbók) – færslur eru færðar inn eftir dagsetningu, viðskiptavin (sem sótt er af gula flipa), verk og svo er hægt að bæta inn athugasemd.

Dagbókin er svo flokkuð eftir viðskiptavinum og mánuðum á einum flipa og viðskiptavinum eingöngu á öðrum flipa.

Fyrir þá sem vilja breyta/bæta skjalið og sömuleiðis styrkja síðuna, þá er aflæst skjal að finna hér neðar.