Mar 082024
 

Í sumum öðrum löndum gengur það og gerist að hinn vinnandi maður gengur út frá útborguðum launum en ekki launum fyrir skatt eins og hér á Íslandi.

Meðfylgjandi skjal gengur út frá því að aðili vilji fá útborgað í fastri Evru fjárhæð á hvern unnin tíma. Skjalinu er stillt upp í línum þar sem hægt er að setja inn fleiri en einn starfsmann.

Þetta er líklega misjafnlega nytsamlegt en miðað við þá sem heimsækja síðuna, gætu einhverjir verið á höttunum eftir þessu.

Hægt er að setja inn forsendur um gengi myntar og markmið um útborgaða fjárhæð í mynt á hvern unninn tíma. Skjalið á síðan að reikna þá viðbót/bónus sem bæta þarf við launin, í græna dálkinn miðað við gefnar forsendur um tímakaup, til þess að viðkomandi fái útborgað í samræmi við ákveðna fjárhæð í mynt á hvern unninn tíma.

Hér hægt að skoða skjalið aflæst ef vilji er fyrir því að breyta / bæta skjalið eða skoða formúlur.