Vlookup og Hlookup föllin eru notuð til að fletta upp gildum í töflum, út frá ákveðnum forsendum. Í þessari færslu verður reynt að útskýra þessi föll og sýnd dæmi um notkun á þeim.
Continue reading »
Er hægt að telja hversu oft bókstafir koma fram í texta með hjálp Excel? Auðvitað.
Þetta skjal, yfir tölfræði leikmanna NBA deildarinnar, vann ég fyrir ári síðan. Nú hef ég uppfært skjalið fyrir nýbyrjað tímabil, 2015-2016.
Að rúnna tölur af er gert einfalt í Excel með föllunum Round(), Roundup() og Rounddown().
Mér hefur oft þótt erfitt að skoða tölfræði NBA leikmanna almennilega á skýran og skilmerkilegan hátt. Svo ég útbjó Excel skjal sem heldur utan um þá tölfræði sem ég fylgist með.
Meðal þess sem hægt er að gera í Excel er dagatal fyrir valið ár.
Nýlega fengum við fyrirspurn um það hvernig hægt sé að raða kennitölum eftir fæðingardegi. Þetta krefst smá formúluvinnslu, sem er í raun einföld ef hún er tekin í litlum skrefum.
Síðunni barst fyrirspurn þess efnis hvernig virðisaukaskattur sé reiknaður af fjárhæð. Continue reading »
Skilyrt sniðmát (conditional formatting) er frábær leið til að láta Excel skjalið upplýsa ákveðin gildi. Þannig er t.d. hægt að láta allt stærra en 50 í lista af tölum vera blátt á litinn, svo auðveldera er að finna.
Það er þó aðeins brotabrot af öllum þeim möguleikum sem þetta tól opnar. Eitt þeirra er að lýsa upp heila röð af gildum, út frá t.d. nafni.
Þegar nöfn vinnsluskjala breytast reglulega og eru t.d. vistuð eftir þeirri dagsetningu sem við á, getur verið gott að láta Excel skrá nafn skjalsins sjálfkrafa í viðkomandi skjal.
Þetta er hægt með smá klækjum.