Síðunni barst fyrirspurn frá foreldrafélagi skóla, hér á landi, sem sér um að skipuleggja aðkomu foreldra að skólastarfinu. Einn þáttur í því starfi er að yfir skólaárið þurfa foreldrar að sjá um að þrífa skólahús sem eru fjögur talsins. Continue reading »
Í heilsubrjálæði síðustu ára er nauðsynlegt að hafa tól til aðstoðar við að ná settum takmörkum. Eitt slíkt tól er matardagbók, þar sem neysla hvers dags er skráð og nákvæmar upplýsingar eru reiknaðar út samstundis.
Continue reading »
Nýlega langaði mig að vita hversu mikið af kalóríum ég ætti að borða miðað við mínar forsendur. Ég leitaði á netinu og fann formúlur fyrir karla og konur, setti það í Excel skjal og reiknaði út.
Nýlega horfði ég á 100 metra hlaup karla á Ólympíuleikunum í London og spáði hvort ég ætti nokkuð erfitt með að hlaupa jafn hratt og þessir kappar, þar sem ég hef einu sinni náð að hlaupa á 15 km hraða á bretti í ræktinni í góðar þrjár sekúndur. Svo ég bjó til Excel skjal.
Continue reading »
Létt spáskjal fyrir Evrópumótið 2012 sem hefst nú í sumar. Skjalið er útbúið fyrir vinnustaðaleik með það í huga að aðilar hafa mismikla þolinmæði til að liggja yfir hugsanlegum úrslitum.
Í viðhengdu skjali er öll tölfræði leikmanna og liða Iceland Express deildarinnar tímabilið 2011-2012 ásamt breytanlegum töflum fyrir lið og leikmenn.
Ég fékk nýlega beiðni frá vini mínum um að útbúa prófskjal í Excel þar sem auðvelt er að skrá inn spurningar og taka svo próf úr áðurnefndum spurningum. Það er lítið mál.
Meðfylgjandi skjal getur nýst við að leggja upp tekjur og gjöld ársins fyrir heimilið.
Það er fátt sem ekki er hægt að gera í Excel. Í skjalinu sem fylgir færslunni er smá leikur gerður úr ensku deildunum í fótbolta.
Continue reading »
Skilyrt sniðmát (conditional formatting) er frábær leið til að láta Excel skjalið upplýsa ákveðin gildi. Þannig er t.d. hægt að láta allt stærra en 50 í lista af tölum vera blátt á litinn, svo auðveldera er að finna.
Það er þó aðeins brotabrot af öllum þeim möguleikum sem þetta tól opnar. Eitt þeirra er að lýsa upp heila röð af gildum, út frá t.d. nafni.