Jan 042023
 

Hér er einfalt skjal sem heldur utan um spákeppni fyrir allt að 30 manns fyrir HM í handbolta 2023, þar sem spáð er fyrir úrslit hvers leiks og sigurvegara móts. Hægt er að stilla hversu mörg stig fást fyrir rétta markatölu, rétt úrslit, ranga spá og sigurvegara móts.

Tafla uppfærist svo með þátttakendum, raðað eftir stigahæstu til stigalægstu.

Skjalið er þannig útbúið að hægt er að deila því í Excel online/Teams umhverfi svo fleiri en einn geti unnið í því samtímis.

Viðbót: Að neðan er ný útgáfa þar sem hægt er að fá stig fyrir rétt úrslit og rétta markatölu annars liðs.

Viðbót 2: Villa var í skjölunum að ofan sem olli því að stig reiknuðust ekki eftir reit 54. Sú villa hefur verið lagfærð í hlekkjum að ofan og leiðbeiningar til að laga hana er í athugasemd að neðan.

  2 Responses to “HM í handbolta 2023 spákeppni”

 1. Sæll Finnur Torfi og takk fyrir þetta skjal

  Það er hinsvegar einhver böggur í gangi í því
  Formúlan reiknast ekki neðar en til röð 54.
  Ég er búinn að vera reyna að finna út úr þessu, og þetta virðist vera í báðum útgáfunum hjá þér.

  • Sæll Sigurður Helgi

   Takk fyrir ábendinguna. Skjölin hafa verið lagfærð í hlekkjunum að ofan.

   Villan var að formúlur vantaði í H röðina í Spáhluta skjalsins. Það má laga með eftirfarandi skrefum:

   1. Fara í Spá.
   2. Velja View -> Setja hakið í Gridlines.
   3. Velja review og unprotect sheet.
   4. Velja raðir G til I (með því að smella á G og draga yfir á I).
   5. Hægri smella og velja unhide. Þá birtist H röð með nafninu “Úrslit” efst.
   6. Velja reit H4, hægri smella og velja Copy.
   7. Velja reiti H4 til H115. Hægri smella og velja paste.
   8. Hægri smella á H röðina og velja hide.
   9. Velja View -> Taka hakið úr Gridlines.
   10. Velja review og protect sheet.

   Ég biðst velvirðingar á þessari villu. Ef einhver lendir í vandræðum getur viðkomandi sent mér póst á finnurtg@gmail.com og ég laga skjalið.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.