Feb 042016
 

Er hægt að telja hversu oft bókstafir koma fram í texta með hjálp Excel? Auðvitað.

Excel býður ekki upp á formúlu sem telur stafi, svo beita þarf smá klækjum. Við notumst við þrjú föll til að ná þessu: LEN, SUBSTITUTE og UPPER.

LEN fallið telur fjölda innslátta í reit. Dæmi:
=LEN(“A B C”)
skilar niðurstöðunni 5 þar sem bilin eru talin með.

SUBSTITUTE fallið tekur innihald reits og breytir þeim hluta sem þú vilt í annan hluta. Dæmi:
=SUBSTITUTE(“A B C”;”A”;”C”)
skilar niðurstöðunni “C B C”.

UPPER fallið breytir bókstöfum í hástafi. Dæmi:
=UPPER(“a b c”)
skilar niðurstöðunni “A B C”.

Til að telja bókstafi í reitnum A1 þarf að sameina þessi þrjú föll í eftirfarandi fall, að því gefnu að talinn bókstafur sé í reit A2:

=LEN($A$1)-LEN(SUBSTITUTE(UPPER($A$1);UPPER(A2);””))

Fallið byrjar á að telja fjölda innslátta í reitum (LEN($E$2)). Því næst telur fallið sama innslátt eftir að:

  1. Búið er að breyta öllum stöfum í reitnum E2 í hástafi og stafinum sem telja á í hástaf líka, sé hann það ekki fyrir.
  2. Búið er að skipta út öllum bókstöfum sem telja á út fyrir ekkert (“”).

Að þessum skrefum loknum ætti fjöldinn að vera orðinn sá sami og heildarlengd innsláttarins, mínus þeir bókstafir sem skipt var út fyrir ekkert (“”). Þá er sú tala dregin frá heildarinnsláttarfjölda og niðurstaðan er fjöldi bókstafa í innslættinum.

Sjá betur í skjalinu fyrir neðan.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.