Til að finna út númer hvað lína reits er er einfalt að skrifa =ROW() í viðkomandi reit og skilar það númer línunnar. Dæmi: ef =ROW() er skrifað í reit B25 er útkoman 25.
En hvað er skrifað til að finna hvaða stafur er á dálki reits?
Til að finna út staðsetningu reitar í skjali er notast við ADDRESS. ADDRESS krefst tveggja atriði: annars vegar númer raðar og hinsvegar númer dálks. Eins og áður kom fram er númer ráðar framkölluð með fallinu =ROW(). Númer dálks virkar eins, nema það ber heitið COLUMN.
Valkvæmt er svo að taka af festur úr staðsetningunni ($) með skipunum 1-4, þar sem 1 táknar með festum, 2 og 3 táknar hlutafestur og 4 táknar engar festur.
Til að finna staðsetningu reitar lítur þá fallið svona út:
=ADDRESS(COLUMN();ROW();4)
Útkoman er staðsetning reitar sem hún er skrifuð í.
Til að fá aðeins bókstafinn úr þessu falli þarf smá lagni með LEFT og FIND föllin:
=LEFT(ADDRESS(ROW();COLUMN();4);FIND(ROW();ADDRESS(ROW();COLUMN();4))-1)
Þessi formúla tekur formúluna að ofan (ADDRESS(COLUMN();ROW();4)) og setur í LEFT formúlu, sem spyr hversu marga stafi frá vinstri formúlan eigi að taka. Við leitum því að númerinu sem við á með ROW() og drögum einn frá til að fá hvar LEFT formúlan á að stoppa.
Útkoman er bókstafur staðsetningar reitsins.
Óhætt er að kópera formúluna að ofan í hvaða reit sem er í Excel fyrir bókstaf reitsins.