May 152012
 

Það getur verið erfitt að deila Excel skjölum á svæði sem fleiri en einn hafa aðgang að, einkum og sér í lagi ef einn aðili sér um að uppfæra skjalið og aðrir opna það til að skoða. Skjalið opnast í read only ham sé það opið fyrir sem getur verið bagalegt fyrir stjórnanda skjalsins. Það er nokkuð auðvelt að komast hjá þessu.

Það eina sem þarf að gera er að velja save as og smella á Tools niðri í vinstra horni. Þar velurðu General options.

Smellið á mynd fyrir stærra eintak í nýjum glugga

Það eru tveir valmöguleikar. Annars vegar að haka einfaldlega í “Read-only recommended”, svo að þeir sem opna skjalið eru beðnir um að opna skjalið í read-only ham, svo stjórnandi skjalsins geti alltaf breytt skjalinu og vistað breytingarnar óáreittur.

Fólk á það þó til að afþakka read-only haminn og því er gott að geta sett á skjalið lykilorð. Það slærðu inn í “Password to modify”. Þá er viðkomandi beðinn um að slá inn lykilorð til að geta breytt skjalinu, að öðrum kosti opna það í read-only ham.

Ef eitthvað er óskýrt, látið vita í athugasemdum eða sendið póst á excel@excel.is.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.