Apr 092012
 

Síðunni barst fyrirspurn nýlega:

Hvernig fer ég að því að læsa skjali þannig að þeir sem þurfa að nota það geti skrifað í reiti eða notað valflipa án þess að þeir geti óvart breytt reitum eða uppsetningu skjals?

Fyrir þá sem ekki vita þá er hægt að læsa öllum Excel skjölum áður en það er sent áfram, svo þeir sem það fá geti ekki breytt innihaldinu. Það þarf þó ekki að læsa öllu í skjalinu. Það er hægt að velja reiti sem ekki eiga að læsast. Svona er það gert:

  1. Veldu reitina sem ekki eiga að læsast (haltu t.d. CTRL hnappinum inni á meðan reitir eru valdir).
  2. Haltu CTRL inni og ýttu á 1 eða hægrismelltu á einhvern reitanna og veldu Format Cells…
  3. Farðu í Protection flipann.
  4. Taktu hakið úr Locked.
  5. Veldu OK.

Nú hefurðu gert reitina tilbúna fyrir því að verða ekki læstir þegar skjalinu verður læst. Þú læsir skjalinu með eftirfarandi hætti:

  1. Smelltu á Review flipann.
  2. Smelltu á Protect Sheet hnappinn.
  3. Veldu hvað notendur geta gert í skjalinu með hökum.
  4. Valkvæmt: Veldu lykilorð ef þú vilt ekki að notendur geti aflæst skjalinu.
  5. Veldu OK.

Skjalið á nú að vera læst en hægt að breyta þeim reitum sem þú valdir að yrðu ekki læstir.

Hafið samband eða ritið athugasemd ef eitthvað er óljóst í þessari færslu.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.