Þegar nöfn vinnsluskjala breytast reglulega og eru t.d. vistuð eftir þeirri dagsetningu sem við á, getur verið gott að láta Excel skrá nafn skjalsins sjálfkrafa í viðkomandi skjal.
Þetta er hægt með smá klækjum.
Það fyrsta sem þarf að gera er að skrá formúluna sem sýnir staðsetningu skjals, nafn þess og sheet sem er opið í A2.
=cell(“filename”)
Þetta gefur okkur mismunandi niðurstöðu í hverri tölvu. Í mínu tilviki er niðurstaðan:
C:\Documents and Settings\finnurtorfi\Desktop\[nafnskjals.xlsx]Nafnsheets
Úr þessari runu má sía út nafnið og nafn sheetsins með eftirfarandi formúlum:
=MID(CELL(“filename”);FIND(“[“;CELL(“filename”))+1;(LEN(CELL(“filename”))-FIND(“[“;CELL(“filename”))-1)-(LEN(CELL(“filename”))-FIND(“]”;CELL(“filename”))))
Formúlan finnur nafnið með bland af MID, FIND og LEN formúlunum, ásamt upphaflegu CELL keyrslunni. Formúlan reiknar lengd nafnsins með LEN og FIND (notast við kennileitin “[” og “]”) og dregur nafnið svo út með MID, út frá upphafsstaðsetningu nafnsins.
Mælt er með því að skjalið sem er viðhengt sé skoðað.
{filelink=49}
Vinsamlegast látið vita í e-mail (excel@excel.is) eða athugasemdum ef eitthvað er óskýrt eða má betur fara.