Það getur verið erfitt að venjast Excel 2007 og 2010 eftir að hafa notað Excel 2003 og eldri útgáfur í mörg ár. Excel 2007 gjörbreytti allri uppsetningu á skipunum og flýtihnöppum. Það er þó hægt að auðvelda sér uppfærsluna með smá viðbót.
Í Excel 2007 og 2010 er mikið lagt upp úr því að bæta við flýthnöppum (Quick access toolbar), sem spara umtalsverðan tíma fyrir notendur. Gott er að notast við sömu eða svipaða flýtihnappa og notaðir voru í Excel 2003. Hér er mynd af uppsettri flýtistiku í Excel 2010.
Hér eru leiðbeiningar fyrir því hvernig hún skal sett upp:
1. Finndu gamla skjámynd af Excel 2003 með flýthnöppunum uppsettum, til viðmiðunar. Einföld Google leit ætti að nægja.
2. Farðu í Options → Quick Access Toolbar í Excel 2010 eða Excel options → Customize í Excel 2007.
3. Veldu skipanir í vinstri dálki og bættu við í hægri dálk með því að ýta á Add takkann.
4. Valkvæmt: Gott er að bæta við <separator> annað slagið til að skilja að skipanaflokka.
5. Þegar því er lokið er ýtt á OK og flýtistikan ætti að vera uppsett.
6. Valkvæmt: Til að færa flýtistikuna fyrir neðan borðann, hægri smellið á hann og veljið Show Quick Access Toolbar above the Ribbon.
7. Valkvæmt: Til að minnka borðann, svo meira pláss sé fyrir Excel sellur, tvísmellið á borðann. Tvísmellið svo aftur á hann ef þið viljið festa hann aftur í stærri útgáfunni.
Þetta ætti að hjálpa til við umskiptin.