Það eru margar leiðir til að reikna meðaltal, fjölda og heildarsummu gagnagrunna út frá fyrir fram ákveðinni skorðu.
Dæmi: Í gagnagrunni yfir stakar sölur þriggja sölumanna á karmellum þarf að ná í fjölda sala hvers sölumanns, meðalfjölda í hverri sölu og heildarfjölda seldra karmella.
Ein leiðin væri að hnoða saman if falli við average, sum og count. Það reynist þó algjör óþarfi því í Excel er að finna föllin averageif, sumif og countif, sem taka meðaltal af, leggja saman og telja út frá forsendum.
Föllin virka á eftirfarandi hátt:
=AVERAGEIF([Sá hluti sem er skorðaður]; [Skorðunin]; [Þær tölur sem reikna á út frá skorðun])
=SUMIF([Sá hluti sem er skorðaður]; [Skorðunin]; [Þær tölur sem reikna á út frá skorðun])
=COUNTIF([Það sem á að telja út frá skorðun]; [Skorðunin];)
Ef áðurnefndur gagnagrunnur stendur í cellum A3-B102, þar sem nöfnin eru í A dálki, fjöldi seldra karmella er í B og eitt nafnanna er Helgi, þá líta formúlurnar svona út:
=AVERAGEIF($A$3:$A$102;”Helgi”;$B$3:$B$102)
=SUMIF($A$3:$A$102;”Helgi”;$B$3:$B$102)
=COUNTIF($A$3:$A$102;”Helgi”)
Þetta virðist flókið en er í raun sáraeinfalt, eins og sjá má í viðhengdu sýniskjali, þar sem dæmið að ofan er tekið fyrir.
Count-, average- og sumif
Ef svo um er að ræða fleiri en eina skorðu þá má notast við AVERAGEIFS, SUMIFS og COUNTIFS eða jafnvel SUMPRODUCT fyrir flóknari keyrslur, en meira um það síðar.