Apr 202011
 

Að bæta við drop down menu (fellilisti) í Excel skjöl er einfaldara en fólk heldur. Hér eru leiðbeiningar fyrir þeirri smekklegu viðbót í nokkrum auðveldum skrefum, auk sýniskjals sem inniheldur einn slíkan menu.

1. Útbúa lista yfir það sem á að velja úr. Listinn þarf að vera lóðréttur eða láréttur, en ekki bæði og ekki dreifður á víð og dreif.

2. Fínt er að merkja svæðið þar sem drop down menu-inn mun birtast. Aðallega svo auðveldara sé að finna hann. Þetta er valkvæmt. Sjá mynd 1.

Drop down menu - Mynd 1

Mynd 1

3. Því næst er cellan sem drop down menu-inn á að birtast í valinn og farið í Data → Data Validation. Sjá mynd 2.

Drop down menu - Mynd 2

Mynd 2

4. Í settings hlutanum er „List“ valið í Allow og svæðið sem inniheldur listann sem má velja úr sett í source. Sjá mynd 3.

Drop down menu - Mynd 3

Mynd 3

5. Valkvæmt. Í Input message hlutanum má skrá bæði titil og skilaboð sem munu fylgja drop down menu cellunni. Þetta þarf þó ekki að gera. Sjá mynd 4.

Drop down menu - Mynd 4

Mynd 4

6. Valkvæmt. Í error alert má koma skilaboðum áleiðis taki einhver upp á því að skrá nafn í drop down menu celluna, sem ekki er á áður settum lista. Þetta er óþarfi, en gerir skjalið fallegra. Sjá mynd 5.

Drop down menu - Mynd 5

Mynd 5

7. Því næst er OK valið og skjalið tilbúið. Sjá mynd 6.

Drop down menu - Mynd 6

Mynd 6

Hér er að neðan er svo hægt að niðurhala sýniskjalinu með uppsettum drop down menu.

 

  4 Responses to “Drop down menu”

 1. Drop down menu = flettilisti ?

  Sakna þess að geta ekki valið úr listanum með lyklaborðinu, þ.e. byrjað að skrifa, t.d. A og nafnið Ari sé fyllt inn svo ég geti haldið áfram yfir í næsta reit með Enter eða Tab.

  Ef þið hafið lausn á því þá væri hún velkomin! 🙂

  • Iar: Flettilisti er góð þýðing. Hún verður notuð hér eftir.

   Varðandi að velja úr listanum með lyklaborðinu, hér er það sem ég hef lært. Til að geta slegið inn fyrsta staf/fyrstu stafi orðs og fá tillögu frá Excel þarf að uppfylla eftirfarandi atriði:

   1. Cellan, þar sem þú skráir nafnið, þarf að vera staðsett beint fyrir neðan listann sem þú sækir í.
   2. Ekkert bil má vera milli lok listans og cellunnar sem þú slærð inn í.
   3. Þetta á jafnt við um flettilista og venjulega cellu.
   4. Séu ofantalin skilyrði uppfyllt þá stingur Excel upp á því orði sem er næst því sem þú ert að slá inn, að því gefnu að ekkert annað komi til greina.
   Dæmi: Ef í listanum fyrir ofan eru orðin „Ari Sigtryggur“ og “Ari Sigurður” og þú þarf að slá inn orðið “Ari Sigtryggur” þá stingur Excel ekki upp á því fyrr en búið er að slá inn „Ari Sigt“ Þar sem „Ari Sig“ getur átt við tvennt.

   Vona að þetta hjálpi. Ef ekki, láttu vita og ég gref dýpra.

  • Það er hægt að velja úr fellilista með lyklaborðinu með því að halda Alt niðri og ýta á örvatakka upp eða niður. Það er samt ekki alveg eins þægilegt og IntelliSense fídusinn…

 2. Ég hef alltaf notað heitið fellilisti og stundum fellivalmynd. Skv. tölvuorðabókinni þá er réttara að segja fellilisti heldur en fellivalmynd allavega.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.