maí 102011
 

Það er nokkuð algengt aðgerð hjá Excel fíklum að vilja fjarlægja endurtekningar í gagnagrunnum. Fyrir daga Excel 2007 var þetta nokkuð snúið að framkvæma en þó ekki ómögulegt.

Hér er farið yfir nokkuð einfalda aðferð til að finna endurtekningar í einnar raðar gagnagrunni í Excel 2003 (og eldri útgáfum).

Gefum okkur að gagnagrunnurinn sé frá A2 til A40. Til að finna endurtekningar skal eftirfarandi formúla rituð í B2 selluna:

=IF(COUNTIF($A$2:A2;A2)>1;“Já“;“Nei“)

Við tökum formúluna í sundur og skoðum hvernig hún virkar:

COUNTIF($A$2:A2;A2)

Hér telur Excel hversu oft það sem er í sellu A2 hefur komið fyrir frá A2 til A2 (svæði sem er talið). Þessi formúla er svo dregin niður til B40 og þar sem fyrri hluti ($A$2) svæðisins sem talið er ($A$2:A2) er fest ($) með F4 hnappinum, þá er upphaf talningasvæðisins „akkerað“ í A2 á meðan svæðið stækkar. Þegar komið er í sellu B40 lítur formúlan svona út:

COUNTIF($A$2:A40;A40)

Utan um þessa formúlu er svo if fall:

If(()>1;“Já“;“Nei“)

Þetta fall skilar „Já“ ef talningin fer yfir 1, annars „Nei“. Þannig að ef formúlan í heild sinni telur fleiri en eitt tilvik, þá skilar hún „Já“. Og já er svarið við spurningunni „á að eyða þessari línu?“

Sjá sýniskjal fyrir tilbúna keyrslu.

Í Excel 2007 og 2010 er þetta hinsvegar mun einfaldara.

Þau gögn þar sem eyða á endurtekningum eru valin, farið í DATA og REMOVE DUPLICATES valið. Gríðarlega einfalt.

  2 Responses to “Að fjarlægja endurtekningar”

  1. Thumb up 0 Thumb down 0

    það er þess virði að kaupa excel 2007 eða 2010 bara út af „remove duplicates“ aðgerðinni

  2. Thumb up 0 Thumb down 0

    Sammála. Og auðvitað til að losna undan óheppilegri litasamsetningu grafa í Excel 2003.

 Leave a Reply

You may use these HTML tags and attributes: <a href="" title=""> <abbr title=""> <acronym title=""> <b> <blockquote cite=""> <cite> <code> <del datetime=""> <em> <i> <q cite=""> <s> <strike> <strong>

(krafist)

(krafist)

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.