Um síðuna
Síðan var sett í loft 15. apríl 2011. Með umsjón hennar fara Davíð Jens Guðlaugsson og Finnur Torfi Gunnarsson, ákafir notendur Excel forritsins.
Tilgangur síðunnar er fyrst og fremst að fræða fólk um nytsemi Excel forritsins, kenna hvernig nota má ýmsar skipanir og formúlur og deila hagnýtum skjölum. Best væri ef úr þessu myndaðist smá samfélag áhugafólks um Excel.
Síðan er ekki á vegum Microsoft og tengist fyrirtækinu ekki á nokkurn hátt, ef undan er talið að notast er við forritið Excel, sem er hluti af Office pakkanum frá Microsoft.
Hægt er að hafa samband í netfangið excel@excel.is.
Alger snilld. Gangi ykkur vel
Frábært framtak herramenn. Verðið þið með vba horn?
Styrmir: Takk!
Þorkell: Eflaust eitthvað þegar fram líða stundir. Má bjóða þér að vera með gestapistla um vba?
Glæsilegt.
Hvernig fer ég að því að læsa skjali þannig að þeir sem eiga að vinna með það geti bæði skrifað í reiti og valið úr valmöguleikum án þess að hætta sé á að þeir breyti skjali eða uppsetningu þess ?
Guðbjörg: Svarið má sjá hér
Hvernig sortera ég aldur út frá kennitölum?
Sæll
Prufaðu að vinna með kennitöluna yfir í annan reit þar sem þú pikkar fæðingardaginn úr kennitölunni. Dragðu síðan fæðingardag frá einhverri dagsetningu (t.d. “today()” fallið) og þá ertu kominn með tölu sem þú getur sorterað eftir.
Fallið til að vinna fæðingardag út úr kennitölu gæti t.d. verið svona þegar D3 er reiturinn með kennitölunni.
=LEFT(D3;2)&”.”&RIGHT(LEFT(D3;4);2)&”.19″&RIGHT(LEFT(D3;6);2)
Gleymdi einu, getur notað If fall til að taka til þeirra sem fæddir eru 2000 og síðar (gefið að þú sért ekki að vinna með marga 100 ára og eldri).
Takk fyrir hjálpina. Þetta er algjör björgun fyrir mig
Frábær síða hjá ykkur, hún er búin að hjálpa mér mikið í dag 🙂
Takk fyirr
Loksins fann ég form sem mér líkar.
Vill benta á að undirflokkurinn tímarit kemur 2 sinum og skiptir engu hvorn maður notar það kemur 2 sinnum daman tekt úr báðum..
Tildæmis er ég með 2 tímarit sem er samasem 600 kr og það kemur 600 í tímarit og svo aftur 600 í tímarit
ss 1200 kr í stað 600
Takk fyrir ábendinguna.
kv.
-DJG
Fín síða og vonandi vefur þetta upp á sig.
kv
Stefán
Frábær síða, verst að hafa ekki vitað af henni fyrr.
Væri ekki upplagt að skella þessu á Feisið?
kv. Gunnar
Jú, við þyrftum að athuga það.
Flott framtak hjá ykkur og vel unnin skjöl – er búinn að kenna Excel í mörg ár og var fyrst núna að rekast á hana. Kem til með að vísa í hana og mæla með henni við mína nemendur.
Kærar þakkir Sigurður. Það er gaman að fá svona athugasemd frá Excel kennara.
Kv.
Finnur
excel.is