May 132011
 

Í vinnu minni færi ég mikið af gögnum á milli skjala og vil yfirleitt ekki halda sniðmátinu á þeim. Ég notast því við Paste Special → Values, til að setja gögnin inn án sniðmátsins.

En í Excel 2007 og eldri útgáfum er þetta seinlegt. Þú þarft að hægrismella á selluna, velja Paste Special, svo velja Values og að lokum ok (eða alt→h→v→s→v→enter). Þegar þetta er gert mörg hundruð sinnum á dag, getur þetta verið tímafrekt.

Það er því tilvalið að forrita flýtihnapp fyrir þessa aðgerð, sem myndi þá virka eins og flýtihnappurinn CTRL+V (Paste: Að setja inn gögn með sniðmáti).
Continue reading »

Apr 202011
 

Mikið safn af alls kyns VBA lausnum, hugmyndum og sniðmátum er hægt að finna í leitarvélum á internetinu. Hér á eftir verður farið stuttlega yfir hvert hægt er að setja þennan kóða og létt dæmi um forritun sett fram. Sjálfur er ég tiltölulega nýbúinn að uppgötva möguleikana sem VBA bætir við Excel þannig að mögulegt er að eitthvað vanti uppá en þetta ætti þó að koma hlutunum af stað. Continue reading »